DIY - Pennastandur

Mig er lengi búið að langa í kopar pennastandinn frá Ferm living sem fæst í Hrím á Laugaveginum.Ég heimsæki standinn oft þegar við Ronja löbbum Laugaveginn, eins og allt hitt dótið í þessari fallegu búð sem mig langar svo í.
Þessi myndi taka sig svo vel út heima hjá mér, hvort sem það væri á litlu "skrifstofunni" minni eða inni á baði  undir allskonar dóterí eins og myndin þarna að ofan stingur skemmtilega uppá !

******

Í rápi mínu á Pinterest rakst ég svo á DIY útgáfu af standinum. Reyndar ekki nálægt því eins fallegur og þessi frá Ferm living en mig langaði samt að deila henni með ykkur.

Desk Organizer | 50 DIY Anthropologie Hacks For Every Facet Of Your Life

DIY Desk Organizer DIY Desktop Organizer

*Glerglösum safnað í ýmsum stærðum (Mættu líka vera ál dósir)
*Plata fyrir botninn útbúin
*Glösin/dósirnar og platan spreyjað í þeim lit sem ykkur finnst fallegur
*Sterkt lím notað til að festa glösin við plötuna í þeirri uppröðun sem ykkur finnst fallegast.

Vollahhh - Pennastandur tilbúinn :)

Ég sé fyrir mér að það kæmi skemmtilega út að nota aðra liti en kopar og jafnvel þá fleiri en einn lit og vera þá með marglitann pennastand sem passar við það sem fyrir er í herberginu. 

******

Vona að þið eigið góðan dag kæru lesendur <3This entry was posted on fimmtudagur, 14. ágúst 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ DIY - Pennastandur ”

 1. Dreymir um þennan pennastand, bara aðeins of dýr :/ spurning hvort maður gæti skellt í eitthvað flott DIY

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já, það er örugglega ekkert rosa mikið mál að henda í DIY, aðallega tíminn sem tekur spreyið og límið að þorna sem er mesta vesenið.

   Ef þú prófar og vilt sýna mér útkomuna væri gaman að fá sent á bara07@ru.is :D

   Eyða