10 KM til styrktar Neistans

Þessi helgi er loksins runnin upp og liðin hjá á augabragði ! Er eiginlega búin að kvíða/hlakka til hennar frá því í mars þegar ég tók ákvörðun að skrá mig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið. ...vitandi það að ég yrði í útlöndum í heilan mánuð yfir sumarið og kæmi heim 10 dögum fyrir hlaupið.
Tíminn minn í gær bar líka vott um þá afslöppun :P


Fössarinn fór í andlegan undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Fróður maður sagði að best væri að borða pasta kvöldið fyrir hlaup... þá átti örugglega ekki að vera í rjómaostasósu en við þóttumst ekkert vita það og gæddum okkur á góðum skammti :P 


Ég hljóp fyrir Neistann sem er styrktarfélag fyrir hjartveik börn. Mér fannst mikilvægt að velja styrktarfélag sem skipti mig persónulega máli og þessvegna varð Neistinn fyrir valinu. 
Ég sé ekki enn nákvæma upphæð á styrknum þar sem það eru nokkrar millifærslur sem komu inn eftir kl 21 á föstudaginn og það er ekki enn búið að bóka þær inn á prófælinn minn. 

En tilfinningin sem kom við það að leggja samtökunum lið var ólýsanleg. Svo ótrúlega gott að geta lagt sitt af mörkum. ..ég tala nú ekki upp þegar ég var að bugast eftir að hafa hlaupið 8 km, þá var þetta rosaleg hvatning til að lufsast áfram síðustu 2 km!

TAKK fyrir að hafa stutt mig og Neistann :D

*****

Hlaupadagurinn.... 
Mákonur mættar í rásmarkið ! ....5 mínútum áður að hlaupið var ræst. 

Þessi snillingur dró mig áfram alla 10 kílómetrana, ég hefði ekki getað þetta án hennar. ...eða tíminn hefði amk orðið mun lakari hefði hún ekki verið í neon lituðum bol á undan mér og ég að passa mig að missa ekki sjónar af henni því hún var símalaus!

ALLTOF margt fólk
Þetta gátum við !!! Gaman, erfitt og allt það :D
 Þessi stóð sig líka vel og var langt á undan okkur !

*****

Þetta sumar er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ! Ég er búin að taka þátt í þrem hlaupum sem er eitthvað sem mér hefði ALDREI dottið í hug að ég gæti. 
Í fyrsta sinn sem ég fór út að æfa mig að hlaupa gat ég hlaupið svona 200 metra og var svo að andast með hlaupasting, lafmóð og að drepast í bakinu. En eftir æfingar, ráðleggingar og tíma hjá kírópraktor gat ég svo farið að njóta þess að fara út að hreyfa mig og endað á að taka þátt í þessum þrem hlaupum verkjalaus og finn varla fyrir harðsperrum !
 Ég hef haldið utan um öll hlaupin mín í forritinu RunKeeper svo ég á alla tímana vistaða og sé bætingu dag frá degi og er staðráðin í því að mæta 10 km tímann minn að ári :D Ef ég get þetta þá getið þið þetta !! Ég hvet ykkur til að standa upp úr sófanum og reima á ykkur skóna. 

This entry was posted on sunnudagur, 24. ágúst 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ 10 KM til styrktar Neistans ”

 1. endalaust dugleg!
  ert hvatning fyrir mig að einmitt drattast úr sófanum:)

  kv,
  ausa sys..

  SvaraEyða
 2. Þvílíkt dugleg Bára mín :)

  SvaraEyða