Archive for ágúst 2014

Masterline ást

Fyrir nokkrum mánuðum bloggaði ég um shampoo sem ég skellti mér í að prófa (HÉR). 

Það heitir Masterline og fæst í nokkrum tegundum fyrir mismunandi týpur af hári. Ég var með mikinn valkvíða fyrst en endaði á að prófa þetta bleika. Lýsingin á því hljómar einhvernvegin svona: 

"Gefur lituðu hári aukinn gljáa, litavörn og mýkt. Línan inniheldur þykkni úr granateplum, ríkt af andoxunarefnum sem gerir það að verkum að liturinn endist lengur. Frískar upp litinn aftur."Núna er shampooið búið og bara pínu pínu eftir af næringunni svo það var tími á að velja nýtt shampoo. (Þetta er sennilega í fyrsta sinn á ævinni sem ég klára ekki næringuna á undan shampooinu !)

Ég skellti mér í Hagkaup í gær til að kaupa mér smá candy með lærdómnum og kippti setti af shampoo og næringu með í leiðinni. Ég endaði aftur á þessu bleika því lyktin er svooo dásamleg að mér líður alltaf eins og ég sé ný komin úr klippingu þegar ég finn lyktina af hárinu á mér. Langar samt að prófa annan lit næst svo ef þið hafið reynslu af hinum týpunum væri ég mjög til í að heyra frá ykkur.

Shampooið kemur í brúsa með pumpu sem er sjúklega fallegur og mjög þægilegt að næla sér shampoo úr honum. Næringin er kemur hinsvegar í "krem dollu" svo það er pínu ves að fá sér næringu þegar maður er í sturtunni og sleipur á höndunum. En þetta er allt þess virði þegar maður opnar dolluna kemur unaðslega lykt upp og hárið verður alveg silki mjúkt af henni.
Þetta er í raun og veru djúpnæring en ég nota hana samt í hvert sinn sem ég þvæ mér um hárið og set þá bara minna magn og bara í endana til að forðast að hárið verði feitt.
Ef ég er í stuði þá er líka kjörið að hafa hana lengur í og fá alla virknina sem djúpnæring gerir !

Ég hef séð þetta shampoo á nokkrum stöðum en ég keypti mitt í Hagkaup í Garðabæ og borgaði 1699 kr fyrir hvorn brúsa/dollu. Klárlega hverrar krónu virði. Tékkið endilega á þessari földu gersemi.2 Comments »

Þríhyrninga æðið vol 59

Þríhyrninga æðið mitt heldur áfram ....

mommo design: BLACK AND WHITE IKEA HACKS FOR KIDS


mommo design: IKEA HACKS FOR GIRLS

Þessi kommóða fæst fyrir slikk í IKEA (hér) og er svo pimpuð upp með þríhyrninga munstri. 

Ég er frekar mikið skotin í þessu !!


No Comments »

Einfalt er gott

mommo design: BLACK AND WHITE IKEA HACKS FOR KIDS

ikea hack - triangles / chevron painted stools

Einfaldleikinn er allsráðandi í dag á þessum fallega föstudegi.

Góða helgi <3


No Comments »

Justin Timberlake

Ég fór á JT eins og öll íslenska þjóðin.
Ég tók ekki snöpp og eiginlega engar myndir á tónleikunum, heldur lagði meira uppúr því að njóta þeirra, vera á staðnum og horfa á showið....að vísu var ég svo heppin að vera í stúkunni svo ég átti mjög auðvelt með að horfa og njóta.
Mér persónulega finnst ekkert spes að horfa á tónleika snöpp því stemmingin nær aldrei að skila sér í gegnum 10 sekúndna illa sound-uð skilaboð svo ég ákvað að hlífa snapp-vinum mínum... fyrir utan eitt stykki sem fór á vinkonu sem er stödd í USA og lagið minnti mig svo ótrúlega sterkt á hana að ég bara VARÐ.

Svo ég komi mér nú að efninu þá ákvað ég að taka "outfit" myndir fyrir tónleikana. Mér finnst oft svo skemmtilegt að skoða outfit pósta á bloggum sem ég er með í "blogghringnum" mínum svo ég ákvað að gera prufu á þessu sjálf og sjá hvernig þetta leggst í mannskapinn.
...ég ætla að viðurkenna að ég hef gert nokkrar tilraunir í svona myndablogg en finnst þetta alltaf svo "asnalegt" að ég hætti við og birti aldrei myndirnar. (Ég á það til að taka sjálfum mér og lífinu of alvarlega)

Svo þetta er stór áskorun fyrir mig og æfingin skapar vonandi meistarann :P


Samfestingurinn er appelsínugul-rauður og er úr H&M. 
Ég tók hann í stærstu stærðinni sem ég fann til að hafa hann smá loose og beltaði hann svo niður með plain belti úr Bershku. 

Samfestingasjúka ég var í essinu sínu með þessi kaup <3
....og tónleikana !!!


No Comments »

Sulta

Ætlar þú að sulta í ár ?

DIY

Take a mason jar and spray the lid with chalkboard paint

Frekar kjút að gefa lokunum smá persónlegt touch <3


No Comments »

Dökkur varalitur - Haust

Mér finnst eitt vera möst fyrir þetta haust og það er dökkur varalitur.
Ég verð skotnari og skotnari í þessu consepti með hverjum deginum.
makeup
Gorgeous.
 
Fall lip color
pinterest: @ nandeezy †
Fall Lips
Love the makeup.
Makeup Trends!
 
********
 
Það er eflaust hægt að fá svona varaliti út um allan bæ, td. í MAC, Make up store og þessum búðum öllum. En ef þú vilt kaupa á netinu og fá sent heim til þín geturðu kíkt á þessa:
 
Gelly Hi-Shine 1 - Vega
 
Varalitablýantur kr. 1890 - Fæst HÉR
 
 
Varalitur kr. 1990 - Fæst HÉR (væntanlegur)
 
Ultra Moisturising 160 - Black Cherry
Varalitur kr. 1890 - Fæst HÉR
 
********
 
Það tók mig smá tíma að venjast sjálfri mér með svona dökkan varalit, brá stundum þegar ég leit í spegilinn, en núna er ekki aftur snúið !
 
Nýjasta viðbótin í varalitasafninu mínu er svona varalitablýantur eins og ég sýni mynd af hérna að ofan. Minn er að vísu frá H&M en conseptið er það sama. Fáránlega þægilegt ! Mæli með að þið tékkið á því.
 
 

No Comments »

New in - IKEA

Ég gerði mér ferð í IKEA í vikunni til að kaupa ný rúmföt. Eins og í öllum IKEA ferðum þá laumast eitthvað mis gáfulegt ofaní körfuna manns í leiðinni. Í þetta skiptið voru það ný glös !! Langþráð og dásamleg. Það er að vísu ekki pláss fyrir þau í eldhússkápunum hjá okkur, en það var samið um það að gömlu glösin færu bara í kassa og niður í geymslu :P

 
Mér finnst eitthvað svo ótrúlega sjarmerandi við þessi glös. Gamaldags vatnsglös á fæti. 

POKAL Wine glass IKEABara att hugga in! MÅTTA pappersservett, SOLFINT pappersservett med kräftmotiv, FÄRGRIK servis 18 delar, IKEA 365+ assiett, POKAL vinglas, DIOD glas, KORKEN burk med lock.POKAL Wine glass IKEA  (for repurposing as planters?)Svalkande hallonsaft i STOCKHOLM karaff, KORKEN flaska och POKAL vinglas.Duka i höstens färgskala: FRODIG tallrik i klarglas, ARV grå assiett, FÄRGRIK skål i mörklila, FORSLA skål i lila, POKAL vinglas, KROKETT ljurosa glas, MILDRA glas i lila, MOGEN bestick.

Vatn með klökum verður einstaklega girnilegt í þessum, ég er hand viss um það :)

No Comments »

Orð


Verum góð við okkur sjálf.

- B.

No Comments »

BEKVÄM tröppu innblástur

Facebook vinkona velti fyrir sér hvernig mætti gefa gömlum og lifuðum "tröppum" frá IKEA frískara útlit. Ég hafði séð fullt af góðum hugmyndum á Pinterest og langaði helst að deila öllum með henni.... en ákvað að hemja mig og henda þessu frekar öllu í eina bloggfærslu í staðin fyrir að æla þessu öllu yfir hana greyið. 

BEKVÄM Step stool - IKEA

Hérna koma nokkrar hugmyndir af því hvernig hægt væri að gefa gömlum "tröppum" nýtt líf. 

We have an unfinished Ikea Step Stool, I think I am going to go with this idea... I'll probablly go with golden oak stain for the steps to somewhat match our kitchen cabinets  Lilyfield Life: Transforming an IKEA step stool  ikea stool painting

Do It Yourself  Color Dipped Stool - ikea hack 46IKEA BEKVÄM STOOL UPDATE

Viður & litur í bland

stool

IKEA Step stool painted The most customizable Ikea piece - the mighty, all purpose BEKVAM step stool/side table/extra seat

Turkísblár er að heilla !

Turn an Ikea step stool into a beautiful shabby chic functional piece for your home!

Old look

we LOVE the ikea bekvam step stool. as a stool, toddler desk, tray table, play platform, the bekvam is multi-functional, sturdy and adaptable. Pattern on Ikea step stool

Pastel 

Ikea  APT | Neon step ladder

Neon

Ikea stoolIkea step stool, 2 coats of cream paint, punched out black circles from card stock. 2 coats of clear varnish.

Ikea Hack: Ikea Bekvam Step Stool DIY

Doppur

mommo design blog-Ikea Bekvam Hacks

Þetta kallast að hugsa út fyrir boxið :P

mommo design: IKEA HACKS FOR GIRLSIKEA_Bekvam_Hack_A Storytelling Home

Veggfóður/myndir


Það er hægt að gera svo ótrúlega margt við svona plain hluti bara ef hugurinn fær að reika. Mér finnst svo gaman að skoða svona "fyrir - eftir" verkefni svo ef þið lumið á tröppum sem fá nýtt líf megið þið endilega leyfa mér að sjá bara07@ru.is


No Comments »