SUMARFRÍ !!

Loksins er þessi dagur runninn upp og klukkan að nálgast 16.
Ég er búin að bíða svo eftir þessu sumarfríi að ég skammast mín hvað ég hef verið lítið í núinu og mikið í framtíðinni að bíða og hlakka til að komast í frí. Ekki dæmi sem ég vil leggja í vana minn, því ég vil ekki missa af lífinu á meðan ég er að bíða eftir einhverjum degi sem kemur og fer 24 tímum síðar... en engu að síður ísköld staðreynd í þetta skiptið :S...en þetta langþráða og verðskuldaða frí ætla ég að byrja með því að setja tærnar upp í loft og skella mér í lit&plokk !

Ég er búin að setja nokkrar færslur fram í tímann svo þið þurfið ekki að hætta að kíkja í heimsókn þrátt fyrir að ég sé farin í smá frí..... frá öllu... ....nema manninum sem ég bý með, þarf seint frí frá honum <3

Takk fyrir að lesa.

This entry was posted on fimmtudagur, 10. júlí 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply