Samanburður


Todo en esta vida es más sencillo cuando no te preocupas por lo que los demás hagan.
Maður getur verið svo gjarn á að bera sjálfan sig saman við aðra.
 
Þegar maður gerir það er auðvelt að líta annaðhvort niður á fólk sem manni finnst vera "lélegri" en maður sjálfur að einhverju leiti eða setja fólkið á stall og horfa upp til þess, því það er á einhvern hátt "betri" en maður.
 
Mér finnst gott þegar ég á samskipti við jafningja og þegar það fjölgar í jafningahópnum mínum. Það er aðeins ég ein sem hef áhrif á það með að breyta viðhorfum mínum og taka fólkið niður af stallinum sem ég stillti þeim á eða hífa þau upp úr holunni sem ég hrinti þeim ofaní.
 
Pælingar dagsins
 
- B.

This entry was posted on miðvikudagur, 9. júlí 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply