New in - heyrnatól


Stundum fer ég út að hlaupa... bara stundum. Aldrei halda að ég sé metnaðarfullur hlaupagarpur, því það er bara misskilningur. Ég er duglegri að tjá mig um hlaup en actually að fara út að hlaupa.

Ég er að reyna að æfa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem gengur hægt en ég ætla samt sem áður að lufsast þessa 10 km í ágúst blíðunni. Hingað til hef ég stolið heyrnatólum sambýlingsins míns þegar ég reima á mig skóna og fer út í hlaupagallanum. Ég sá í hendi mér að það gengi ekki lengur... því það er ömurleg afsökun að fara ekki út því heyrnatólin hans eru ekki komin heim úr vinnunni :P Svo ég nýtti ferðina til USA til að fylla á hlaupaskápinn og þar á meðal urðu ný heyrnatól.

Fyrir valinu urðu heyrnatól sem ég fann á sanngjörnu verði í Century 21, keypti þau reyndar ekki strax heldur ákvað ég að hugsa aðeins um þau fyrst og Richard vildi lesa aðeins um þau á netinu til að við myndum ekki kaupa köttinn í sekknum (vildi óska að ég hugsaði ekki bara um útlitið þegar kemur að raftækjakaupum, fínt að hann sér um gæðahliðina). Eftir lesturinn var ákveðið að slá til og kaupa þau og ég held ég hafi aldrei lagt jafn mikið á mig til að eignast einhvern hlut! Við tókum lest yfir þvera og endilanga Manhattan í grenjandi rigningu, þurftum að skipta um lestir 2 því það var flóð á lestarstöðinni sem við ætluðum út á og endum á að hlaupa endasprettinn með Google maps í annarri og regnhlíf í hinni og komumst sveitt í búðina 5 mínútur í lokun.

....þá tók valkvíðinn við !!

Heyrnatólin heita The Taylor og eru framleidd af Frends headphones. Þau koma í þrem litum, hvítum&gull, hvítum&kopar og svörtum&silfur.

Í Century 21 voru þau ekki til í kopar annars hefði valið ekki verið flókið og þau komið með mér heim !! ...eftir voru gull eða silfur? Gull toguðu ansi fast í mig en helvítis skynsemin fékk að ráða og svörtu komu með mér heim. Ástæðan er einföld: þegar maður er með púður eða BB krem í grímunni eru hvít heyrnatól ekki lengi hvít.Ég er mjög sátt með þau, finnst þau klassísk og falleg og Richard getur meira að segja fengið þau lánuð ef þannig liggur við ...sé hann ekki fyrir mér með hvít :S

Ég googlaði aðeins heyrnatólin þegar ég var að skrifa þessa færslu og fann fullt af fallegum niðurstöðum. Gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þá að þetta eru sömu heyrnatól og sænski bloggarinn Kenza var með á mynd á blogginu sínu fyrr í sumar og ég var svo heilluð af.

Komu í svona fallegum kassa <3
Svo skilst mér reyndar að það sé hægt að skipta um plötu á heyrnatólunum... þarf að lesa mig aðeins betur til um það :P ...kannski get ég eignast kopar eftir allt saman :P
Ég er farin út að hlaupa - ok bæ!This entry was posted on laugardagur, 26. júlí 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply