Nammigrís. . .

Ég skrifaði nokkur orð sem lýsa sjálfum mér, bæði í gríni og í alvöru hérna til hliðar og eitt af þeim er "nammigrís".  Ég hef aldrei deilt ást minni á sælgæti með ykkur svo mér finnst við hæfi að koma með eina nammigrís færslu og segja ykkur frá uppáhalds namminu mínu.

Ég fæ æði fyrir tegundum og tek "uppáhalds tímabil" á ákveðnum sortum sem ég finn yfirleitt í nammibarnum í Hagkaup. En þar sem ég er rosa löt að keyra bílinn minn eftir að ég flutti í 101 og versla helst bara þar sem ég kemst gangandi þá geri ég mér ekki jafn oft ferð í Hagkaup á laugardögum og læt poka sem ég finn í Bónus yfir leitt duga.

Þessa dagana er ég með æði fyrir þessu tvennu : Þrista kúlum og Sterkum djúpum !!


Þristakúlurnar eru nýjar á markaðnum og must fyrir alla að smakka !! Þær fengust til að byrja með bara í 10-11, en mér til mikillar gleði rakst ég á þær í Bónus í gær. Úfff hvað þær eru góðar! Nafnið segir svolítið um hvað málið snýst, þristur dulbúinn í kúlu - með harðri "húð" utan um. Kólus menn vita svo sannarlega hvernig á að búa til gott nammi. 

Sterkar djúpur....... ég var ekki að fíla þær þegar ég smakkaði þær fyrst í fyrra vor :S Fannst þetta eiginlega bara ekki gott.. eeeeeeen  núna er ég búin að fatta trixið og ætla að deila því með ykkur!! 
Það er að setja upp í sig eina sterka djúpu og sjúga allt sterka duftið utan af (fílingur eins og maður sé með sterkan pipar brjóstsykur) þangað til maður kemur að súkkulaðinu, þá má byrja að tyggja og maður er með gómsæta djúpu uppi í sér (mínus þetta hvíta sem er utan um venjulega). 
Þetta er skrítið en svo fær maður sér aðra, og aðra... og svo er maður orðin háður ! Ég get borðað vandræðalega mikið af þessu.  
kveðja frá CandykingThis entry was posted on fimmtudagur, 3. júlí 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Nammigrís. . . ”

  1. O M G !

    Gæti ekki verið meira sammála ef ég reyndi! Ég er snarhætt sko að fara á náttbuxunum í Hagkaup um helgar því ég kaupi mér bara Þristakúlur í dag. Só vhat að ég bæti hugsanlega smá love hantles á mig með því að borða poka á dag. Ég skipti bara úr kók yfir í kók lite í staðinn.

    Eitt enn. Hefurðu smakkað vannilu Nóakropp? OJ!

    SvaraEyða