DIY loforð

Veit ekki hvort ég eigi að þora að segja ykkur frá því en ég ætla að henda í DIY um helgina, eftir að ég bloggaði um þetta DIY hér sem ég er ekki ennþá búin að koma mér í að klára :P (er samt alltaf á leiðinni)


En ég geri mitt besta til að standa við stóru orðin í þetta skiptið...

Er búin að vera með eindæmum löt að framkvæma sjálf verkefni undan farið og ég held að ástæðan sé einfölt - íbúðin mín er eiginlega orðin full :S
En ég er búin að fá nokkur velyrði frá vinkonum að birta myndir af því sem leynist á þeirra heimilum svo vonandi fer að glæðast líf í DIY færslurnar sem allir virðast elska :D 

This entry was posted on fimmtudagur, 24. júlí 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ DIY loforð ”

  1. Ég elska allar færslurnar þínar :)
    Núna er eiginmaðurinn til dæmis að kaupa Þristakúlur sem ég las um á blogginu þínu í gær. Auk þess var ég að fá púða frá Instaprent í hendurnar sem þú bloggaðir um á sínum tíma. Með bloggum þínum ertu því að benda fólki á vörur og þjónustu sem það vissi ekki um.

    Takk fyrir frábær blogg :)

    SvaraEyða