Ég fór heim til vinkonu um daginn og rak augun í ljósakrónu sem hún var með og hef einfaldlega ekki getað hætt að hugsa um hana síðan.
Ljósakrónan var hvít úr þunnu plasti eða við/spónaplötu og útskorin eins og gamaldags kertaljósakróna. (Veit ekki hvort mér sé að takast að koma þessu í orð). Hún keypti ljósakrónuna fyrir langa löngu í Urban Outfitters svo það er hægara sagt en gert fyrir mig að nálgast eina slíka nema einfaldlega búa hana til sjálf. ....já, eða stela hennar !
My dear friend Pinterest kom með smá innblástur fyrir mig um hvernig ég get snúið mér í þessum málum.







