DIY - Fótskemill

DIY innblástur dagsins er fótskemill búinn til úr kefli.
Turn an electrical spool into an upholstered ottoman
Virkar frekar einfalt að taka tvær hringlaga spýtur (hægt að láta saga svona fyrir sig úr plötu í byggingavöruverslunum) og festa saman með kubbum.
 
....ekki jafn einfalt að bólstra, ég mikla það amk. fyrir mér þótt ég hafi heyrt fullt af "hetjusögum" af fólki sem mixar td. bólstraða rúmgafla sjálft.
Held að trixið sé að setja svamp bæði ofaná plötuna og hringinn í kring (yfir kubbana). Finna svo falleg efni breiða yfir og hefta að neðan.
 
Verkið er svo toppað með því að finna sæta fætur (sem er ekki auðvelt, er enn að leita að fótum fyrir skápinn sem ég þykist ætla að gera fínann í sumar) og þeir skrúfaðir undir.
 
VOLLA !

Þessi myndi taka sig vel út í stofunni <3
 
 

This entry was posted on mánudagur, 7. júlí 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

3 Responses to “ DIY - Fótskemill ”

 1. sko Bára ef ég get bólstrað 8 stóla með alla mína þumalputta þá ættir þú að getað gert þetta ;) Ásta

  SvaraEyða
 2. Ekkert mál að bólstra, verður bara að líma svampinn áður en þú byrjar og vera svo bara með góða heftibyssu og passa að hefta alltaf á móti hvort öðru, ekki byrja á einum stað og hefta hringinn ;) en hvernig löppum ertu að leita að? ertu búin að skoða prettypegs? Berglind

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld ! Takk fyrir tipsin, ég verð eiginlega að prófa þetta :D

   Já, ég enda eflaust á prettypegs, það er það eina sem ég hef fundið sem eitthvað er varið í.

   Eyða