Archive for júlí 2014

Hangandi borð

Frekar góð hugmynd - Hangandi borð
 
DIY: hanging table. This is so cool!DIY Hanging Table
 
DIY: swing as bedside table
DIY Hanging table Ideas
Frekar einfalt að framkvæma líka:
 
*Falleg plata fundin
*Borað í plötuna á 2-3 stöðum
*Kaðall, keðja eða snúra þrædd í gegnum götin og bundinn stór og sterkur hnútur á endan fyrir neðan plötuna. Líka hægt að setja ró eða eitthvað á endann ef það hentar betur.
*Krókur festur í loftið
*Böndin sem voru komin í gegnum plötuna fest á krókinn
 
Vollah !! Fínasta stofu- eða náttborð tilbúið.
 
 

No Comments »

Fyrir - eftir: kommóða

Fallegt "fyrir-eftir" sem varð á vegi mínum og ég mátti til með að deila með ykkur.
geometric nightstand
Geometric Nightstand
 
Það þarf svo ótrúlega lítið til þess að pimpa upp húsgögn.
 
...ekki það að mér finnst munstrið á skúffunni ekki vera "lítið" mál :P En þið vitið hvað ég meina.
 
 

No Comments »

Biðukolla

Hafið þið velt fyrir ykkur hvað þetta blóm er ótrúlega fallegt ?
 
Dandelion
 
Dandelions
 
Dandelion
 
Dandelion
 
Dandelion
 
Dandelion Sunset, Sweden photo via sandra
 
.dandelion
 
Dandelions
 
Kannski ekki í uppáhaldi hjá fólki með frjóvkornaofnæmi :/
 
En þegar ég var lítil komst þetta alveg í top 5 yfir uppáhalds blómin mín, þá var ég reyndar ekki að spá í öllum díteilunum á því og finnast það fallegt, heldur fannst mér ótrúlega gaman að blása á það og leyfa litlu dúllunum að fljúga.
 
 

No Comments »

SUMARFRÍ !

Sumarfrí eru bestu frí í heimi...

.Summer!

Get your beach look sorted here - http://dropdeadgorgeousdaily.com/2014/01/flattering-rash-vest/will be me.. #summer

beach loveSummer

xFun in the sun. Cute bikini

Notalegt að vinna bara einn vinnudag í þessari viku og halda í næsta skammt af sumarfríi.
Það mun þó innihalda aðeins meiri afslöppun en New York & Ohio trillingurinn sem við komum heim úr í síðustu viku.


No Comments »

DIY - ljósakróna

Ég fór heim til vinkonu um daginn og rak augun í ljósakrónu sem hún var með og hef einfaldlega ekki getað hætt að hugsa um hana síðan.

Ljósakrónan var hvít úr þunnu plasti eða við/spónaplötu og útskorin eins og gamaldags kertaljósakróna. (Veit ekki hvort mér sé að takast að koma þessu í orð). Hún keypti ljósakrónuna fyrir langa löngu í Urban Outfitters svo það er hægara sagt en gert fyrir mig að nálgast eina slíka nema einfaldlega búa hana til sjálf. ....já, eða stela hennar !

My dear friend Pinterest kom með smá innblástur fyrir mig um hvernig ég get snúið mér í þessum málum.

DIY

DIY

Cardboard Chandelier

Cardboard Chandelier

cardboard.

fun for the office :)

Learn how to make a 3d chandelier in 3 easy steps. So Fun! Great for Little Girl's Birthday Party or even a Bridal Tea Party.

Jébb, ég held að ég hendi þessu á kílómeters laga to do listann minn :) 

Pappi væri sennilega ekkert svo vitlaus efniviður í svona, ódýrt og gott og auðvelt að vinna með hann... og má bara fara í ruslið þegar maður nennir ekki að eiga hann lengur. 


No Comments »

DIY - prentaður kartöflu-koddi

Ég vafra reglulega á Pinterest og næli mér í góðar hugmyndir sem ég set oftar en ekki á "to do" listann. Það verður stundum úr því að ég framkvæmi eitthvað af to do listanum (sem er orðinn ansi langur) og það gerðist einmitt um helgina.

Undirbúningsvinnan fór í gang í síðustu viku þegar ég fór í A4 og keypti mér tvo fataliti. Litaúrvalið var mjög fínt þar og umbúðirnar voru allt frá pennum og upp í stóra dunka ! Ég gerði engan verðsamanburð við föndurbúðirnar í þetta skiptið svo það má vel vera að svona litir fáist ódýrari annarstaðar.

Ég valdi mér svartan og ákvað að fara aðeins út fyrir svart/hvítt/grátt sem virðast vera einkennis litir heimilisins og tók eina litla flösku af rauðum. Richard fékk að vera með í lita pælingunum og vildi grænan, en þar sem við eigum ekkert grænt og mér fannst það engan vegin passa inn tók ég rauðann og tel honum svo bara trú um að þetta sé grænn ;) (Hann er litblindur svo hann sér hvort sem er ekkert muninn á grænum og rauðum)

Stóri kostaði 895 kr og litli 795 kr.
Upphaflega ætlaði ég að kaupa efni og sauma koddaver og troða svo fóðri inní púðann eftirá. Það þróaðist hins vegar þannig þegar ég fann enga hannyrðabúð í Hafnarfirði  þar sem ég var stödd í missioni með mömmu fyrir þetta verkefni svo við brunuðum í IKEA í leit að efni. Þegar þangað var komið rak ég augun á plain einlit koddaver sem kostðuðu ekki mikið og kodda til setja inní svo ég ákvað að spara mér vinnuna við saumaskapinn og tók bara tvö hvít sem mér leyst vel á.


Það voru til samskonar koddaver td. í svörtu, rauðu, grænu ofl litum.
Og eins fleiri stærðir af innri púðum svo möguleikarnir eru margir !


Næst lá leiðin út í Bónus að kaupa grill-kartöflur !

Valdi passlega stórar hlussur
Ég hafði prentað út nokkrar týpur af þríhyrningum og plúsum/krossum og valdi svo þá sem mér fannst passa best á kartöflurnar og koddaverin.


Ég skar kartöfluna svo það var slétt hlið á henni og kom skapalóninu fyrir, hún var svo safarík að myndin límdist föst.


Strikaði í kartöfluna með skrúfblýanti (mætti nota hníf) og skar svo út eftir strikunum.


Setti fatalitinn á pappadiska til að hafa þetta sem snyrtilegast og málaði á kartöfluna með pensli.


Svo byrjaði ég að stimpla


Í fyrstu ætlaði ég að nota reglustiku og mæla út hvar hver kross ætti að vera, en hætti svo við að hafa þetta fullkomið og ákvað að hafa þetta skemmtilega skakkt og persónulegt :D 

Ég leyfði koddaverunum svo að þorna yfir nótt áður en ég straujaði litinn fastann í. (Mamma gaf mér tips að nota bökunarpappír á milli svo liturinn brenni ekki fastur við straujárnið).Svo var ekkert eftir en að troða púðunum inn í verin !


Ég er bara mjög sátt með útkomuna.

...það sem fór úrskeiðis við verkið var að þegar ég stimplaði fór mánling í gegnum verin svo bakhliðin stimplaðist smá líka. Mæli með því að setja pappa/blað/bökunarpappír inní verin til að það gerist síður ef þið leikið þetta eftir :D

Þetta gæti verið sniðug jólagjöf fyrir ömmu&afa sem eiga allt, láta barnabörnin stimpla eða teikna á koddaver :)

Það sem þarf til að framkvæma þetta verkefni er: fatalitur, kartafla, koddaver, hnífur, skapalón, pensill, (pappa)diskur bökunarpappír og straujárn. Einnig er gott að hafa eldhúspappír og jafnvel eyrnapinna við hendina :D


1 Comment »