Svart hvítt

Ég hengdi nokkra myndaramma upp á vegg í vetur, ásamt Jóni vini mínum í lit.
Einn ramminn er enn tómur með IKEA miðanum í og það er ekkert sérlega snyrtilegt verð ég að viðurkenna. Þetta var skárra hérna einu sinni þegar það voru myndir af ókunnugu fólki eða landslagi í römmunum, það hefði lookað aðeins betur á veggnum.

 

 
Ég ákvað að bregða á það ráð að föndra í hann smá munstur. ...svona þangað til að ég tek þennan vegg aftur í gegn, er með smá breytingar í huga því ég hef aldrei verið 100% sátt með þessa uppröðun.  


 
Googlaði og prentaði út munstur sem ég fixaði aðeins í paint - var ekki nægjanlega sátt með daufa svarta litinn sem prentarinn skilaði mér svo ég dúllaði mér við að krota með svörtum penna inní allt þetta svarta. ...ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert en ágæt afþreying á meðan talað er í símann :P
 

 
 
Þokkalega sátt með útkomuna :D
 
Einfaldara getur það varla orðið.
 

This entry was posted on þriðjudagur, 10. júní 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply