Sprey

Ég fæ svo oft fyrirspurnir um hvaða sprey ég nota þegar ég er að dúllast í að gefa gömlum hlutum nýtt líf svo ég ákvað að smella í færslu í kjölfarið á Bauhausferð helgarinnar.

Ég hef keypt sprey útum allan bæ og hef ekki fundið að ein tegund sé betri en önnur, eflaust eru samt til spekingar sem hafa slíkar skoðanir en ég er ekki komin svo langt í lífinu :P Aðallega er munur fyrir veskið því álagningin er misjöfn.

 Um helgina fór ég í Bauhaus og verð eiginlega bara að deila með ykkur hvað er sjúklega flott úrval af spreyjum þar ! Heill veggur og allir regnbogans litir í boði.
 

 
Aðrir staðir sem ég hef keypt sprey á eru td. Byko, Litir og föndur á Skólavörðustíg, Stilling á Selfossi og fleiri staðir. Þetta er til allstaðar en úrvalið og verðið misjafnt.
 
*****

Ég fór hins vegar ekki heim með sprey í þetta skiptið... enda á ég nokkur ókláruð sem ég þarf að nota fyrst :P Heldur skipalakk ! Hef heyrt snilldar hluti um að nota skipalakk þegar mála á hluti svo ég nældi mér í dós og sandpappír fyrir skápinn sem er mission sumarsins og ég sagði ykkur frá hér

Labbaði líka í "hurðarhúna" rekkann í þeirri von að finna fætur og húna til að nota á gripinn, en fór því miður tómhent úr þeirri deild.

 
Leitin heldur áfram um næstu helgi :D
 
 

This entry was posted on fimmtudagur, 12. júní 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply