One Direction

Dúllurnar í One Direction eru búnir að gefa út snyrtivörulínu eins og ég sagði ykkur lauslega frá hér. Fyrir jólin gáfu þeir út ilmvatn sem kom í Hagkaupsbúðirnar og seldist upp á örskotstundu. Snyrtivörulínan er núna komin í Hagkaup og inniheldur nokkrar vörutegundir.

Hver vörutegund kemur í fimm týpum - ein fyrir hvern söngvara.

Varalitir:
 
Pooh as Eeyore
1D
 
 
Ég er búin að prófa "I wish" og er mjög sátt með hann. Ekki oft sem mér finnst ég bæði geta notað varalit í miklu og litlu magni svo liturinn sé missterkur á vörunum (vona að ég komi þessu nógu skýrt frá mér). Annað hvort daufur og ljós bleik áferð eða mikið og þá er liturinn alveg dökkur/skær og þekjandi.
Það er svolítið mikið gloss í honum sem ég er óvön en hann kemur mjög vel út - Sumarlegur og sætur
 
 
 
Naglalökk:
One-Direction-Nail-Polish.jpg
Naglalökkin, hvert öðru sætara.

Varasalvar:
one-direction-makeup-lip-polish-mua.jpg

*****
 
Eftir að ég hef 2x keypt mér Hello Kitty varaliti í Hagkaup hafa fordómar mínir fyrir snyrtivörum sem eru markaðssettar fyrir unglinga horfið. Hello kitty varalitirnir eru örugglega mest notuðu varalitirnir sem ég á :$ ...og fólk hlær alveg stundum þegar það sér kisuna á varalitnum, en það er í góðu lagi mín vegna ;)
Ætli One direction varaliturinn detti ekki bráðum í sama flokk, verður amk. mikið notaður í sumar. 
 
 
 

This entry was posted on þriðjudagur, 24. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply