Ný sending OG afsláttur !!

Það eru útsöludagar hjá www.fotia.is í dag og út morgundaginn, (30 júní og 1. júlí). Upphaflega átti útsalan að vera á eldri vörum áður en nýja sendingin dytti í hús. En sendingin er komin svo það er afsláttur af ÖLLU.
Með því að skrifa kóðann "ÚTSALA" í kaupferlinu fáið þið 15% afslátt af öllum vörum.
 
Naglalökkin sem ég bloggaði um Hér og Hér eru komin aftur eftir að hafa verið uppseld um tíma.
 
***
 
Ég ákvað að taka saman smá lista af þeim vörum sem eru á óskalistanum mínum.
 
barry m dazzle dust
Dazzle dust - augnskugga duft
 
Erna Hrund hjá Trendnet bloggaði um daginn um Dazzle dust frá BarryM.
Ég kann ekki að mála mig en þessi förðun lætur mig trúa því að meira að segja ÉG gæti komið þessari á augun á mér. Liturinn sem hún notaði seldist upp á augabragði en var að koma aftur í dag, ásamt fullt af öðrum flottum litum! Hér er hægt að sjá förðunina og lýsingar á því hvað maður á að gera :P og hér er hægt að skoða úrvalið af dazzle dust
Mjög nauðsynlegt að hafa eitt svona duft í snyrtibuddunni.
 
BARRY M Base Coat and Top Coat All In One Nail Hardener
3 in 1 top coat
 
Base coat er eitthvað fyrirbæri sem ég þarf að fara að venja mig á að nota. Ég nota mikið bleika og appelsínugula tóna á neglurnar á mér sem hefur orðið til þess að þær verða frekar gular undir eftir að ég tek lakkið af :S
Þetta glas hérna að ofan er base coat (sem sett er undir naglalakkið), top coat (sem er sett yfir naglalakkið) og naglanæring sem herðir neglurnar.
Ég losna vonandi við að fá fastan gulan lit á neglurnar ef ég set base coat undir, um leið og ég næri þær ! Magnað. Hér fæst base coat-ið.
 


Þegar ég fór að skoða nýju naglalökkin missti ég alveg kúlið ! það er svoooooooo mikið af flottum lökkum í öllum línunum að ég veit ekki hvað ég á að velja mér til að setja á þennan óskalista.
Pastel litirnir hafa átt hug minn allan, en það eru svo margir sterkir og skærir litir líka sem ég væri til í að eignast.  
 
Línurnar heita: Gelly, Nail paint, Matte, Aquarium, Textured, Crocodile, Silk og Foil og þið getið skoðað þær með því að smella á nöfnin á þeim, setti linkana með.
 
 
Eitt að lokum sem mér finnst ég ekki getað lifað án þess að eignast - Leiðréttingarpenni fyrir naglalakkasubbur eins og mig.
Mér tekst þetta ágætlega að lakka vinstri hendina en um leið og hún er orðin fín og á að fara að lakka vinkonu sína til hægri fer allt í fokk. Æfingin skapar meistarann og allt það. En vá hvað lífið væri einfaldara ef ég ætti svona penna.
 
Um að gera að nýta sér þennan afslátt. ....ég ætla amk að gera það og fara í smá verslunarferð :P
 
Happy shopping <3
 

This entry was posted on mánudagur, 30. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Ný sending OG afsláttur !! ”

 1. Ekki veistu hvað bláa lakkið heitir sem er lengst til hægri á myndinni? :) mér finnst ég ekki finna neitt alveg eins á síðunni!

  Bloggið þitt er mjög skemmtilegt, einlægt og fullt af góðum hugmyndum, svo ekki sé minnst á mörg stutt blogg, svo maður týnist ekki einhvers staðar í miðri færslu og hættir að nenna að lesa haha :)

  Kv. Guðrún

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir falleg orð Guðrún <3

   Naglalakkið er til :) Það heitir Blueberry ice cream og er úr Nail paint línunni.

   Hérna er linkur (myndin er svolítið björt): http://www.fotia.is/products/np-306-blueberry-ice-cream

   Eyða