Naglalakk vikunnar. . .

Naglalakk þessarar viku er þetta ótrúlega fallega dökk bleika lakk sem heitir Stole my heart.
 
 
Þetta er lakk úr nýju One direction línunni sem mætir mögulega fordómum hjá einhverjum ykkar, en staðreyndin er að það er drullugott. Það þekur alveg nöglina við eina umferð. En verður svo auðvitað ennþá fallegra ef maður splæsir í umferð nr. 2 svona eins og með flest lökk. Liturinn er mjög klassískur svo þetta verður án efa mikið notað.
 
Með því fylgir svo dolla af litlum sætum glimmer hjörtum. Sé fyrir mér að það sé fullkomið þegar ég fæ litlar frænkur í heimsókn.
Prófaði samt að setja hjörtu á eina nögl og ótrúlegt en satt þá haldast þau á !!
 
***
 
Googlaði aðeins hvernig fólk væri að nota hjörtun því mér fannst svolítið too much að hafa hjörtu í hrúgu á öllum nöglum. Google vinur minn sá auðvitað um að koma með góða hugmynd og það er að nota hjörtun eitt á hverri nögl. Frekar kjút.
 
Valentines-Day-Nail-Art-One-Direction-Models-Own-Hyper-Gel
 
Fyrir áhugasama fæst lakkið í Hagkaup :)
 
 
 

This entry was posted on föstudagur, 13. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply