Naglalakk vikunnar

....ætli það sé ekki dagskrárliður sem ég fer að setja á kortið :D
Um síðustu helgi og aðeins fram í vikuna voru afslátta dagar hjá www.fotia.is - 20% afsláttur af öllu á síðunni ef maður sló inn afsláttakóða sem gefinn var upp á facebook síðunni þeirra. Mæli með því að þið gerist vinir þeirra á facebook HÉR svo þið fáið það nýjasta beint í æð :D
Ég gat ekki látið þennan afslátt fram hjá mér fara og bætti aðeins í sumarsafnið. Fyrir valinu var lakk sem heitir TNP4 - Ridley Road úr Textured línunni frá Barry M.
Ég var nú þegar búin að prófa lakk úr Gelly línunni og Möttu línunni svo mér fannst tilvalið að prófa aðra línu í þetta sinn.

Textured línan er þannig að áferðin er gróf/hrufótt og minnir kannski smá á liquid sand línuna frá OPI.
Innblásturinn af þessu litavali mínu á lakkinu á þessi sumarsæta mynd sem ég setti með í sumar innblástursblogg um daginn og er ansi skotin í og dreymdi um að eignast.
 

Er byrjuð að maka á mig Dove brúnku body lotioni til að pimpa húðina upp. Er alveg næpu hvít eftir þennan vetur og tel dagana í sól og erlenda grundu.
Barry M Textured Nail Paint Ridley Road


Jébbb - ég er sjúklega skotin í þessu <3

Ef þú ert jafn hrifin þá geturðu kíkt á Textured línuna HÉR


This entry was posted on föstudagur, 6. júní 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply