Myndablogg - Ísafjörðurinn fagri.

Um mánaðarmótin fór ég vestur á firði. Það var dásamlegt !!

Ég elska þetta fallega land sem við búum á en er alltof ódugleg við að ferðast um það. Ætli ástæðan sé ekki sú að það eru engar H&M búðir á Neskaupstað ...og þessvegna hef ég aldrei komið þangað. Ferðir mínar liggja yfirleitt frekar þangað sem ég get eytt peningum í ódýr föt sem enda svo í ruslinu að x tíma liðnum í stað þess að fjárfesta í minningum og upplifa það sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða. -- Undarleg forgangsröðun hjá mér.

Ferðinn var heitið á Ísafjörð í fermingu í þetta skiptið og mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég smellti af. 


Komum við í sveitinni hans afa á leiðinni - sauðburður í fullum gangi og ég fékk að knúsa lamb <3


Ofbirta í augunum í smá skokkhring sem ég tók - sjúkt veður


Tókum smá gönguferð um bæinn - fallegt og friðsælt 

Jónassenhúsið - fyrsta fjölbýlið í bænum ....Jébb, ég reyndi að fræðast aðeins. Hahah


Skemmtilegt að labba um og skoða þessi dúllu hús sem eru um allt í bænum - sum þurfa virkilega á andlitslyftingu að halda, en sjarmerandi eru þau <3

Gamla sjúkrahúsið - þarna fæddist ég víst :) 


Fallegi fjörður <3
 
Mæli með að heimsækja þennan sæta bæ.

-B.

This entry was posted on miðvikudagur, 11. júní 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply