Mission sumarsins

Ég er í hóp á facebook sem heitir "Gefins og endurnýtt". Upphaflega óskaði ég eftir inngöngu í þennan hóp fyrir jólin því ég ætlaði að gefa sjónvarp fyrir mömmu sem ég nennti með engu móti að keyra fyrir hana á haugana og afsakaði það með því að það væri nú fallegra að gefa það en henda því á haugana því það virkaði enn ;) Síðan þá hefur hópurinn komið að góðum notum og ég hef bæði gefið gamla stofuborðið okkar Richards og eina dýnu fyrir múttluna og sparað mér nokkrar ferðir á Sorpu í staðin – allir græða.
 
Í gær sá ég auglýstan skáp/skenk gefins, gamlan úr rúmfatalagernum (ef húsgangaaugað mitt giskar rétt). Ég var svo heppin að vera snögg til og fékk skápinn með því skilyrði að ég myndi sækja hann strax. Þessi skápur er nú ansi ómerkilegur en ég ætla að nota hann sem sumar mission og gefa honum smá andlitslyftingu. Hlakka til að sýna ykkur.
 
Núna þarf ég bara að drekkja mér í innblæstri og hugmyndavinnu og fara svo út í búð að kaupa sandpappír og dúll.
 
white and wood chest before and after - perfect home office storage piece              ikea dresser makeover centsational girl
 

dresser makeovers
DIY Before + After       DIY Herringbone Dresser | LiveLoveDIY
White legs and re-polished top make a big difference!
 
 

This entry was posted on þriðjudagur, 3. júní 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply