Lúpínu love

Lípínur eru fallegar og í sérlegu uppáhaldi hjá mér ! Passa líka rosa vel við þennan bláan ittala kertastjaka sem ég nappaði af henni mömmu minni <3

(Þú getur séð meira um vasann sem þær eru í HÉR)

***

Ég fékk mér hjólatúr í góða veðrinu á laugardaginn og kom meðal annars við á Laugarnestanga og greip mér nokkrar lúpínur og henti á böglaberann.

....fannst það ekki jafn góð hugmynd á heimleiðinni þegar það kom risa stór geitungur og sveimaði allt í kringum mig en ég hélt kúlinu og hann flögraði sína leið efitr að hafa skoðað okkur Ronju og blómin í bak og fyrir. 

Hundurinn minn í körfunni og lúpínurnar á böglaberanum

Blóm eru svo falleg og lífga svo upp á heimilið. Þessi voru alveg ókeypis :D

Ef þú vilt fanga sumarið og taka það með þér inn í lúpínu formi þá er slatti á Laugarnestanga (við Sæbraut, ská á móti Íslandsbanka við Kirkjusand) og eeeendalaust við Hvaleyravatn í Hafnarfirði. Ég hef tínt á báðum stöðum En svo er auðvitað mun fleiri staðir sem koma til greina :DAfhverju er ekki sumar allt árið um kring ?


This entry was posted on mánudagur, 9. júní 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply