Leadership - Lean in

Ég byrjaði þetta sumar á því að fá mér bókasafnskort og ætlaði að reyna að rækta eitthvað menningarlegt með því að lesa aðeins í skólafríinu.
Lestur hefur ekki verið minn tebolli þótt ég hafi gluggað í nokkrar skólabækur um ævina, en batnandi mönnum er best að lifa.

Nú þegar hef ég klárað 3 bækur og næstu 2 bíða á náttborðinu eftir því að verða lesnar ! (Mega stolt)

Drifkrafturinn af þessu bóksafnskorti var bók sem mig langaði til að lesa eftir að bekkjasystkini mín (sem hafa augljóslega fleiri klukkutíma í sólarhringnum en ég) töluðu svo mikið um hana í vetur. Bókin heitir Lean in eða Stígum fram (á íslensku) og er skrifuð af framkvæmdastjóra Facebook, Sheryl Sandberg.Hér er smá lýsing sem ég fann á heimasíðu útgefanda bókarinnar:

Skilaboð bókarinnar eru til allra kvenna sem vilja láta til sín taka í samfélaginu, ekki síst til ungra kvenna sem eru að leggja út í atvinnulífið. Ef við konur viljum breytingar, þurfum við sjálfar að koma þeim á.

Sheryl Sandberg--Facebook COO, ranked eighth on Fortune's list of the 50 Most Powerful Women in Business--has become one of America's most galvanizing leaders, and an icon for millions of women juggling work and family. In Lean In, she urges women to take risks and seek new challenges, to find work that they love, and to remain passionately engaged with it at the highest levels throughout their lives.

Og hérna segir hún sjálf aðeins frá bókinni:Ég er alveg full af orku og hvatningu eftir þennan lestur !! 
Bókin var svo mikil hvatning fyrir mig að ég notaði boðskap hennar og kjark í að stíga fram og er að ganga inn í kafla af nýjum og spennandi verkefnum. 

Það er ótrúlega gott að sjá hvað þessi valdamikla og flotta ofurkona er í raun mannleg og hugsana háttur hennar og efasemdir hennar í sinn garð eru líkar mínum. Það sem konum vantar oft er meira sjálfstraust og hún lýsir því svo listarlega þarna og fjallar um það svart á hvítu hvað má gera betur til að ná lengra. Þetta var akkurat sem ég þurfti til viðbótar við þá vinnu sem ég hef verið að vinna síðustu 4 ár í að verða betri Bára á hverjum einasta degi. 

*****

Being positive leadership quote
On the road to success? Attract opportunities through your digital personal brand! We empower executives, business owners and entrepreneurs.
Tulum Via Paris Then Mykonos

Inspirational Quotes: A true leader is one who is humble enough to admit their mistakes.


Ég ráðlegg öllum ungum konum (á öllum aldri) sem ætla sér að ná langt að lesa þessa mögnuðu bók !
Hún opnaði augu mín fyrir allskonar nýjum vinklum og ég er strax einu skrefi framar í að ná lengra en áður en ég hóf lesturinn.

Áfram konur !!


This entry was posted on föstudagur, 27. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply