Krítartöflupenni

Ég fór á stúfana til að kaupa mér krítartöflupenna.
Þar sem ég rölti mikið um 101 með hund í bandi lá beinast við að fara í Litir og Föndur á Skólavörðustíg. Þar voru til nokkrar típur, mig langaði í hvítan svo ég fékk aðstoð við að finna þá tegund sem hentaði á krítartöflu (og spegil að sögn afgreiðslustúklunnar).

Þegar ég kom heim prófaði ég pennan og ég get ekki gefið honum mín meðmæli :/ Ég veit ekki hvort ástæðan sé að ég er með heimatilbúna krítartöflu eða hvað vesenið er, en pennin var rosa daufur og sást varla. Prófaði hann á spegil og það var eiginlega sama sagan.

Ef þið hafið reynslu af góðum pennum væri ég rosa glöð að fá tips varðandi hvert best er að fara til að verða sér úti um slíkan.


Þegar ég ætlaði svo að fara að þrífa pennan af viku síðar gekk það mjög brösuglega, þótt daufur væri :( Ég þyrfti eiginleg að mála aðra umferð yfir krítartöfluna til að fá hana eins og hún var áður. ...eða prófa sterkari efni til að þrífa með.

Ég brá á það ráð að skreyta töfluna aðeins til að gera gott úr þessu, fékk lánaðar marglitar krítar úti í garði sem börnin á efri hæðinni eiga (takk fyrir lánið) og gróf svo upp gamlar myndir og límdi yfir fletina sem ég náði krítinni minnst af.Kemur bara ansi vel út :) Líflegt og skemmtilegt.

Þið megið endilega skilja eftir komment ef þið vitið um góða krítartöflu penna. 
....þangað til held ég mig við gömlu góðu skólakrítarnar.


This entry was posted on fimmtudagur, 19. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

3 Responses to “ Krítartöflupenni ”

  1. mjög góður í Föndru (virkar vel á heimatilbúna töflu) en held það sé ekki ætlast til að hann sé þrifinn af

    SvaraEyða
  2. það er alltaf vesen að ná þessum krítarpennum af töflunum, ég nota pennann bara til að gera það sem má vera alltaf á og svo gömlu góðu krítarnar til að nota á það sem ég er alltaf að skrifa á (innkaupalistann og svo videre)

    SvaraEyða
  3. Já, kannski að ég haldi mig bara við gömlu góðu skólakrítarnar og sleppi þessu penna ævintýri :P

    SvaraEyða