Krabbameinshlaupið 2014

Já börnin góð ! Mánaðarmótin mars/apríl tók ég ákvörðun um að standa upp úr sófanum og fara út að hlaupa, með það að markmiði að fara 10 km í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst.
Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði að æfa mig er að ég "gat þetta" ! Ég hef ekki hreyft mig af viti síðan ég æfði sund og djassballett þegar ég var í grunnskóla.... og síðan þá eru liðin alltof mörg ár. (Þrátt fyrir að ég sé alltaf ný skriðin í 20 ára ;p )

Ég nota app sem heitir Run keeper og er frítt fyrir iphone og android og hjálpar mér að halda utan um hreyfinguna hvort sem ég labba, hleyp eða hjóla. Appið segir mér hvað ég er komin langt eftir hvern kílómeter, hvað heildar tíminn er og meðaltal á kílómeter. Svo ég get séð þegar ég bæti mig :) Gargandi snilld.

---
Á fimmtudaginn tók ég fyrstu áskorunni og tók smá general prufum á 10 kílómetrunum í Krabbameinshlaupinu og lét gott af mér leiða um leið.
Þetta var drullu erfitt, ég fór alltof alltof hratt af stað eins og sönnum byrjanda sæmir og vegalengdin var svona 2-3 km of löng fyrir mig. En þetta hafðist á endanum og ég lufsaðist í mark á tímanum 66 mín og 49 sekúndum..... ekki síðust :P
 


Ég hugsaði oft á leiðinni (eftir 6,5 km) að þetta skildi ég sko aldrei aftur á ævinni gera !! Eeeeeeenn næst á dagskrá eru 5 kílómetrar í Miðnæturmaraþoninu á Jónsmessunni 23. júní. Vona að ég verði búin að fá mátt í fæturna fyrir það.

Þú getur lesið meira um hlaupið og skráð þig til leiks HÉR

Fyrst ég get þetta þá getur þú þetta ! Ég lofa !!

Push yourself


This entry was posted on sunnudagur, 8. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply