Instagram dagbókin

Elska að skoða instagram færslur frá bloggurunum sem ég fylgist með svo ég ákvað að þruma í eina sjálf með von um að þið hafið jafn gaman að og ég.
Sunnudagsgönguferðin sem endaði með því að Ronja lenti í slag við púðluhund og Richard steig í hundaniðurgang á nýju Nike skónum sínum,  botninn var allur í skít :S Skórnir voru keyptir daginn áður og hann var að fara í þá í fyrsta skipti og ætlaði að ganga til fyrir hlaupæfingar sumarsins.
Fyndið fyrir mig, svekkjandi fyrir hann.Útskriftagleði ! Það er notalegt að vera stoltur af vinkonum sínum og ég var það sko heldur betur um helgina þegar þrjár útskrifuðst með Bacelor gráður frá HÍ. Því var fagnað !!17 júní í 101 - Must að draga fram gulu regnkápuna sem var keypt í fyrra vor fyrir rigningasumarið mikla. Vona innilega að hún verði ekki jafn mikið notuð í sumar :/

 

Sóley - sóley !Sunnudagskósýkvöld - Nýtt ofurmjúkt teppi úr RL design (rúmfatalagerinn öðru nafni), Skuggasund með Arnaldi Indriða og Ronja mús sem finnur alltaf bestu staðina til að koma sér fyrir á. -- Fullkomið <3Flower power afmælisgleði - Ég þarf eiginlega að sýna ykkur þennan jakka/peysu betur við tækifæri. Keypti hana á Markaðstorgi (í Kringlunni) á dögunum fyrir spottprís. Ekta fyrir sumarið.Lítill og dofinn hundur eftir svæfingu hjá dýralækninum. Stundum er ves að bursta ekki tennurnar á hverju kvöldi og gjalda fyrir það hressilega 1x á ári.Náttbuxur, kósýsokkar og kertaljós - Kombó sem klikkar ekki, sama hvaða árstími er.

*****

Ykkur er velkomið að fylgja mér á instagram -  @bara_87


This entry was posted on mánudagur, 23. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply