"Upper class tyggjó tattú"

Ég rakst á svolítið skemmtilega íslenska vefverslun um daginn sem selur allskonar vörur fyrir heimilið, fatnað og það sem greip mest athygli mína í þetta sinn =  "tímabundið" tattú eða svona upper class útgáfu af tyggjó tattúunum sem maður safnaði í denn.
Allt rosalega flottar vörur í þessari búð og greinilega einhver smekkmanneskja að versla inn í hana því mig langaði eiginlega að eignast flest allt þarna.

Í kjölfarið fór ég inn á ebay og leitaði að samskonar "tyggjó" tattúum til að prófa. Ég fann akkúrat það sama fyrir $ 0,99 (ca. 110 íslenskar krónur) og sló til. Eitt stykki í umræddri vefverslun kostaði 1.300 krónur sem gera skv. mínum útreikningum er 1000% álagningu og sparnað hjá mér uppá 1190 krónur ;)

Ég pantaði þessa fallegu þríhyrninga hérna að neðan, en fékk fyrst einhvern væminn og ljótan texta (sem fór í ruslið) en seljandinn á Ebay var svo vingjarnlegur að hann sendi mér réttu vöruna, ásamt tveim auka tattúum.

Pantaði þríhyrninga í upphafi
 
Þríhyrningarnir og "kaupbótin" mín... ranga tattúið fór í ruslið það var svo ljótt.
Notaði nokkra fugla sem test case

Er búin að fara í sturtu síðan ég setti fuglana á mig og þeir eru ennþá á svo þetta fær greinilega að vera á manni í nokkurn tíma eftir að þetta er sett á.

(Bolurinn er ekki flík sem ég geng í dagsdaglega, þótt hann gæti mögulega verið efni í outfit post... HM fer með mann ótroðnar slóðir í fatavali :P Áfram Þýskaland!)

*****

Frænka mín er einn fremsti flúrari landsins og stundum finnst mér skammarlegt að ég sé ekki búin að fara til hennar og láta hana setja listaverk á mig!

Þess vegna finnst mér svo snjallt hjá mér að prófa svona tyggjó tattú til að máta hvort þetta sé eitthvað sem hentar mér. Hún hlær að öllum líkindum upphátt að áhættufælnu frænku sinni ef ég segi henni frá þessum áformum mínum enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að skreyta á sér líkamann.
 
 

Hún er svo ótrúlega heppin þessi gullmoli að fá að vinna við áhugamálið sitt !! Teikna, skapa og flúra á hverjum einasta degi og fá borgað fyrir það !
....ég væri alveg til í að fá borgað fyrir að sinna mínum áhugamálum, en var ekki jafn skörp og hún þegar ég valdi mér "framabraut".

Hún heitir Ólafía Kristjánsdóttir og starfar á Reykjavík Ink (s. 551-7707) ef þið hafið áhuga á að kíkja til hennar í listaverk - en svo er líka hægt að fara bara á ebay ef þið eruð ennþá á tyggjó tímabilinu eins og ég.

(Þessi yndislega frænka og frábæri listamaður hjálpaði mér við að gera bæði Íslandið (hér) og tré fatahengið (hér) sem ég er svo stolt af !!)

This entry was posted on sunnudagur, 29. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply