Baugabani IROHA

Á sunnudagskvöldið prófaði ég enn eina tegundina úr IROHA línunni, ég held að ég fari að flokkast sem "superuser" á þessar vörur. Í þetta skipti var það baugabani :P 
Ég tel dagana í sumarfríið svo ég geti farið að horfa aðeins framan í sólina, finnst ég alveg næpuhvít og baugarnir þessvegna að trufla mig á hverjum morgni :(


Svona lítur pakkningin út

Baugabaninn var mjög einfaldur í notkun. Í pakkanum voru tveir hvítir límmiðar á spjaldi, ég tók þá af spjaldinu límdi fyrir neðan augun og var með þetta á mér í 15 mínútur. 
Fann smá kítl svo ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri að gera sitt :D 


Sjúklega notalegt sunnudagskvöld ! Hrein húð og góð tilfinning í sálinni.

*****

Super user-ar birtast stundum í Fréttablaðinu. Þessi grein var í Fólki fylgiriti Fréttablaðsins mánudaginn 16 júní.
This entry was posted on miðvikudagur, 18. júní 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply