Archive for júní 2014

Pósturinn, með kveðju.

PRINCE2 and PMBOK product vs work package


Ég fékk pakka frá póstinum í dag, það þýðir bara eitt....
Ég fer alveg að henda í krítartöflulímmiðaleikinn sem ég bloggaði um hér.
Fylgist með !

- B.

No Comments »

Ný sending OG afsláttur !!

Það eru útsöludagar hjá www.fotia.is í dag og út morgundaginn, (30 júní og 1. júlí). Upphaflega átti útsalan að vera á eldri vörum áður en nýja sendingin dytti í hús. En sendingin er komin svo það er afsláttur af ÖLLU.
Með því að skrifa kóðann "ÚTSALA" í kaupferlinu fáið þið 15% afslátt af öllum vörum.
 
Naglalökkin sem ég bloggaði um Hér og Hér eru komin aftur eftir að hafa verið uppseld um tíma.
 
***
 
Ég ákvað að taka saman smá lista af þeim vörum sem eru á óskalistanum mínum.
 
barry m dazzle dust
Dazzle dust - augnskugga duft
 
Erna Hrund hjá Trendnet bloggaði um daginn um Dazzle dust frá BarryM.
Ég kann ekki að mála mig en þessi förðun lætur mig trúa því að meira að segja ÉG gæti komið þessari á augun á mér. Liturinn sem hún notaði seldist upp á augabragði en var að koma aftur í dag, ásamt fullt af öðrum flottum litum! Hér er hægt að sjá förðunina og lýsingar á því hvað maður á að gera :P og hér er hægt að skoða úrvalið af dazzle dust
Mjög nauðsynlegt að hafa eitt svona duft í snyrtibuddunni.
 
BARRY M Base Coat and Top Coat All In One Nail Hardener
3 in 1 top coat
 
Base coat er eitthvað fyrirbæri sem ég þarf að fara að venja mig á að nota. Ég nota mikið bleika og appelsínugula tóna á neglurnar á mér sem hefur orðið til þess að þær verða frekar gular undir eftir að ég tek lakkið af :S
Þetta glas hérna að ofan er base coat (sem sett er undir naglalakkið), top coat (sem er sett yfir naglalakkið) og naglanæring sem herðir neglurnar.
Ég losna vonandi við að fá fastan gulan lit á neglurnar ef ég set base coat undir, um leið og ég næri þær ! Magnað. Hér fæst base coat-ið.
 


Þegar ég fór að skoða nýju naglalökkin missti ég alveg kúlið ! það er svoooooooo mikið af flottum lökkum í öllum línunum að ég veit ekki hvað ég á að velja mér til að setja á þennan óskalista.
Pastel litirnir hafa átt hug minn allan, en það eru svo margir sterkir og skærir litir líka sem ég væri til í að eignast.  
 
Línurnar heita: Gelly, Nail paint, Matte, Aquarium, Textured, Crocodile, Silk og Foil og þið getið skoðað þær með því að smella á nöfnin á þeim, setti linkana með.
 
 
Eitt að lokum sem mér finnst ég ekki getað lifað án þess að eignast - Leiðréttingarpenni fyrir naglalakkasubbur eins og mig.
Mér tekst þetta ágætlega að lakka vinstri hendina en um leið og hún er orðin fín og á að fara að lakka vinkonu sína til hægri fer allt í fokk. Æfingin skapar meistarann og allt það. En vá hvað lífið væri einfaldara ef ég ætti svona penna.
 
Um að gera að nýta sér þennan afslátt. ....ég ætla amk að gera það og fara í smá verslunarferð :P
 
Happy shopping <3
 

2 Comments »

Dupli-color

Ég byrjaði á smá DIY verkefni í kvöld. Gerði um leið test á tveim spreyjum frá Dupli-Color sem ég átti til. Er að reyna að þróa vit mitt á "hvaða sprey er best". Hef hingað til ekki séð neinn mun á spreyjunum sem ég hef notað og fundist þau öll bara "fín" .....þangað til í kvöld.
Ég er greinilega að verða komin skrefi lengra í DIY-brannsanum :P


Spreyin henta sennilega til mismunandi verkefna, en ég komst að því að í verkefni kvöldsins hentaði "Aqua" spreyið mun betur. 

....ég ætla ekki að segja ykkur alveg strax hvað ég var að bardússa því það gæti orðið algjört flopp. En myndin ætti að gefa ykkur smá hugmynd :P


2 Comments »

"Upper class tyggjó tattú"

Ég rakst á svolítið skemmtilega íslenska vefverslun um daginn sem selur allskonar vörur fyrir heimilið, fatnað og það sem greip mest athygli mína í þetta sinn =  "tímabundið" tattú eða svona upper class útgáfu af tyggjó tattúunum sem maður safnaði í denn.
Allt rosalega flottar vörur í þessari búð og greinilega einhver smekkmanneskja að versla inn í hana því mig langaði eiginlega að eignast flest allt þarna.

Í kjölfarið fór ég inn á ebay og leitaði að samskonar "tyggjó" tattúum til að prófa. Ég fann akkúrat það sama fyrir $ 0,99 (ca. 110 íslenskar krónur) og sló til. Eitt stykki í umræddri vefverslun kostaði 1.300 krónur sem gera skv. mínum útreikningum er 1000% álagningu og sparnað hjá mér uppá 1190 krónur ;)

Ég pantaði þessa fallegu þríhyrninga hérna að neðan, en fékk fyrst einhvern væminn og ljótan texta (sem fór í ruslið) en seljandinn á Ebay var svo vingjarnlegur að hann sendi mér réttu vöruna, ásamt tveim auka tattúum.

Pantaði þríhyrninga í upphafi
 
Þríhyrningarnir og "kaupbótin" mín... ranga tattúið fór í ruslið það var svo ljótt.
Notaði nokkra fugla sem test case

Er búin að fara í sturtu síðan ég setti fuglana á mig og þeir eru ennþá á svo þetta fær greinilega að vera á manni í nokkurn tíma eftir að þetta er sett á.

(Bolurinn er ekki flík sem ég geng í dagsdaglega, þótt hann gæti mögulega verið efni í outfit post... HM fer með mann ótroðnar slóðir í fatavali :P Áfram Þýskaland!)

*****

Frænka mín er einn fremsti flúrari landsins og stundum finnst mér skammarlegt að ég sé ekki búin að fara til hennar og láta hana setja listaverk á mig!

Þess vegna finnst mér svo snjallt hjá mér að prófa svona tyggjó tattú til að máta hvort þetta sé eitthvað sem hentar mér. Hún hlær að öllum líkindum upphátt að áhættufælnu frænku sinni ef ég segi henni frá þessum áformum mínum enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að skreyta á sér líkamann.
 
 

Hún er svo ótrúlega heppin þessi gullmoli að fá að vinna við áhugamálið sitt !! Teikna, skapa og flúra á hverjum einasta degi og fá borgað fyrir það !
....ég væri alveg til í að fá borgað fyrir að sinna mínum áhugamálum, en var ekki jafn skörp og hún þegar ég valdi mér "framabraut".

Hún heitir Ólafía Kristjánsdóttir og starfar á Reykjavík Ink (s. 551-7707) ef þið hafið áhuga á að kíkja til hennar í listaverk - en svo er líka hægt að fara bara á ebay ef þið eruð ennþá á tyggjó tímabilinu eins og ég.

(Þessi yndislega frænka og frábæri listamaður hjálpaði mér við að gera bæði Íslandið (hér) og tré fatahengið (hér) sem ég er svo stolt af !!)

No Comments »

Wake up an run

5 Reasons To Do Cardio In The Morning
Góð leið til að byrja þennan fallega laugardag.

Njótið helgarinnar kæru lesendur.

- B.
 

No Comments »

Creativity. . .

you can’t use up creativity, the more you use, the more you have.
 

Ég reyni að trúa þessu og ætla að henda í smá DIY dúll um helgina!
Hlakka til að sýna ykkur.
painting tipsPainting tips
- B.

No Comments »

Leadership - Lean in

Ég byrjaði þetta sumar á því að fá mér bókasafnskort og ætlaði að reyna að rækta eitthvað menningarlegt með því að lesa aðeins í skólafríinu.
Lestur hefur ekki verið minn tebolli þótt ég hafi gluggað í nokkrar skólabækur um ævina, en batnandi mönnum er best að lifa.

Nú þegar hef ég klárað 3 bækur og næstu 2 bíða á náttborðinu eftir því að verða lesnar ! (Mega stolt)

Drifkrafturinn af þessu bóksafnskorti var bók sem mig langaði til að lesa eftir að bekkjasystkini mín (sem hafa augljóslega fleiri klukkutíma í sólarhringnum en ég) töluðu svo mikið um hana í vetur. Bókin heitir Lean in eða Stígum fram (á íslensku) og er skrifuð af framkvæmdastjóra Facebook, Sheryl Sandberg.Hér er smá lýsing sem ég fann á heimasíðu útgefanda bókarinnar:

Skilaboð bókarinnar eru til allra kvenna sem vilja láta til sín taka í samfélaginu, ekki síst til ungra kvenna sem eru að leggja út í atvinnulífið. Ef við konur viljum breytingar, þurfum við sjálfar að koma þeim á.

Sheryl Sandberg--Facebook COO, ranked eighth on Fortune's list of the 50 Most Powerful Women in Business--has become one of America's most galvanizing leaders, and an icon for millions of women juggling work and family. In Lean In, she urges women to take risks and seek new challenges, to find work that they love, and to remain passionately engaged with it at the highest levels throughout their lives.

Og hérna segir hún sjálf aðeins frá bókinni:Ég er alveg full af orku og hvatningu eftir þennan lestur !! 
Bókin var svo mikil hvatning fyrir mig að ég notaði boðskap hennar og kjark í að stíga fram og er að ganga inn í kafla af nýjum og spennandi verkefnum. 

Það er ótrúlega gott að sjá hvað þessi valdamikla og flotta ofurkona er í raun mannleg og hugsana háttur hennar og efasemdir hennar í sinn garð eru líkar mínum. Það sem konum vantar oft er meira sjálfstraust og hún lýsir því svo listarlega þarna og fjallar um það svart á hvítu hvað má gera betur til að ná lengra. Þetta var akkurat sem ég þurfti til viðbótar við þá vinnu sem ég hef verið að vinna síðustu 4 ár í að verða betri Bára á hverjum einasta degi. 

*****

Being positive leadership quote
On the road to success? Attract opportunities through your digital personal brand! We empower executives, business owners and entrepreneurs.
Tulum Via Paris Then Mykonos

Inspirational Quotes: A true leader is one who is humble enough to admit their mistakes.


Ég ráðlegg öllum ungum konum (á öllum aldri) sem ætla sér að ná langt að lesa þessa mögnuðu bók !
Hún opnaði augu mín fyrir allskonar nýjum vinklum og ég er strax einu skrefi framar í að ná lengra en áður en ég hóf lesturinn.

Áfram konur !!


No Comments »

Flowercown

Ég er svo ótrúlega skotin í blómakrönsum !
26 Flower Crowns That Are Perfect For Your Fall Wedding - BuzzFeed Mobile
Ég á tvo kransa og langar í fleiri ...og vil helst hafa þá á hausnum allan daginn - alla daga !
 
Kannski að ég fari út fyrir "excelskjalið" mitt á morgun og fari með annan þeirra á hausnum í vinnuna - fyrst það er á annað borð "casual" dagur, þar sem slakað er á klæðaburðarreglunum sem almennt gilda. ...þá hlýtur að mega vera með arfa á hausnum. 
 
 

No Comments »

Orð

Remember this
Trúðu þessu !
 
- B.

No Comments »

Ísafjörðurinn. . .

Það brýtur upp vinnuvikuna að skella sér í vinnuferð út á land...


...en mikið er maður þreyttur eftir á ! 

Þessum degi eyddi ég á Ísafirði í fallegu veðri og er meðvitundarlaus af þreytu núna. 
Meira um blogg á morgun.

Zzzzzzz....

- B. 

No Comments »

Hlaup nr II

Jébb ! Það höfðu kannski ekki margir trú á mér þegar ég tók upp á því að fara að hlaupa.... en þetta get ég þrátt fyrir allt !

Í gær tók ég þátt í miðnæturmaraþoninu með fullt fullt af fólki og nældi mér í ágætis tíma ...sem ég mun vonandi bæta á næsta ári ;)

 

Ef ég get þetta - þá getur þú þetta !!

Áfram við :D

No Comments »

Kommóða - veggfóður

Smá viðbótar pæling við skenkinn sem ég ætla að gera upp í sumar (og sagði ykkur frá hér).
DIY wallpapered dresser drawers
Ótrúlega skemmtilegt hvað þetta veggfóður gerir mikið fyrir látlausa kommóðu.

Ég set þessa hugmynd með á hugmyndabankann og fer vonandi að koma mér að efninu og byrja á dúllunni. Hef enn ekki fundið höldur og fætur sem mig langar til að nota og það er að halda aftur að mér.


No Comments »

One Direction

Dúllurnar í One Direction eru búnir að gefa út snyrtivörulínu eins og ég sagði ykkur lauslega frá hér. Fyrir jólin gáfu þeir út ilmvatn sem kom í Hagkaupsbúðirnar og seldist upp á örskotstundu. Snyrtivörulínan er núna komin í Hagkaup og inniheldur nokkrar vörutegundir.

Hver vörutegund kemur í fimm týpum - ein fyrir hvern söngvara.

Varalitir:
 
Pooh as Eeyore
1D
 
 
Ég er búin að prófa "I wish" og er mjög sátt með hann. Ekki oft sem mér finnst ég bæði geta notað varalit í miklu og litlu magni svo liturinn sé missterkur á vörunum (vona að ég komi þessu nógu skýrt frá mér). Annað hvort daufur og ljós bleik áferð eða mikið og þá er liturinn alveg dökkur/skær og þekjandi.
Það er svolítið mikið gloss í honum sem ég er óvön en hann kemur mjög vel út - Sumarlegur og sætur
 
 
 
Naglalökk:
One-Direction-Nail-Polish.jpg
Naglalökkin, hvert öðru sætara.

Varasalvar:
one-direction-makeup-lip-polish-mua.jpg

*****
 
Eftir að ég hef 2x keypt mér Hello Kitty varaliti í Hagkaup hafa fordómar mínir fyrir snyrtivörum sem eru markaðssettar fyrir unglinga horfið. Hello kitty varalitirnir eru örugglega mest notuðu varalitirnir sem ég á :$ ...og fólk hlær alveg stundum þegar það sér kisuna á varalitnum, en það er í góðu lagi mín vegna ;)
Ætli One direction varaliturinn detti ekki bráðum í sama flokk, verður amk. mikið notaður í sumar. 
 
 
 

No Comments »

Instagram dagbókin

Elska að skoða instagram færslur frá bloggurunum sem ég fylgist með svo ég ákvað að þruma í eina sjálf með von um að þið hafið jafn gaman að og ég.
Sunnudagsgönguferðin sem endaði með því að Ronja lenti í slag við púðluhund og Richard steig í hundaniðurgang á nýju Nike skónum sínum,  botninn var allur í skít :S Skórnir voru keyptir daginn áður og hann var að fara í þá í fyrsta skipti og ætlaði að ganga til fyrir hlaupæfingar sumarsins.
Fyndið fyrir mig, svekkjandi fyrir hann.Útskriftagleði ! Það er notalegt að vera stoltur af vinkonum sínum og ég var það sko heldur betur um helgina þegar þrjár útskrifuðst með Bacelor gráður frá HÍ. Því var fagnað !!17 júní í 101 - Must að draga fram gulu regnkápuna sem var keypt í fyrra vor fyrir rigningasumarið mikla. Vona innilega að hún verði ekki jafn mikið notuð í sumar :/

 

Sóley - sóley !Sunnudagskósýkvöld - Nýtt ofurmjúkt teppi úr RL design (rúmfatalagerinn öðru nafni), Skuggasund með Arnaldi Indriða og Ronja mús sem finnur alltaf bestu staðina til að koma sér fyrir á. -- Fullkomið <3Flower power afmælisgleði - Ég þarf eiginlega að sýna ykkur þennan jakka/peysu betur við tækifæri. Keypti hana á Markaðstorgi (í Kringlunni) á dögunum fyrir spottprís. Ekta fyrir sumarið.Lítill og dofinn hundur eftir svæfingu hjá dýralækninum. Stundum er ves að bursta ekki tennurnar á hverju kvöldi og gjalda fyrir það hressilega 1x á ári.Náttbuxur, kósýsokkar og kertaljós - Kombó sem klikkar ekki, sama hvaða árstími er.

*****

Ykkur er velkomið að fylgja mér á instagram -  @bara_87


No Comments »