Top 10 - D.I.Y. (Do it yourself)

Ég ákvað að taka saman top 10 uppáhalds DIY (do it yourself) verkefnin mín og langar að deila með ykkur. Það var mjög erfitt að gera upp á milli nokkra þarna enda öll svo ólík og eiga einhvern sérstakan stað hjá manni þegar maður gerir eitthvað sjálfur (eða með smá aðstoð).

Mér finnst ótrúlega gaman að eiga hluti sem eru ekki fjöldaframleiddir og þar sem lang flest húsgögnin mín eru frá IKEA kryddar þetta íbúðina mikið, gerir hana persónulega og gefur henni mikinn sjarma..

Eins og í "alvöru" vinsældarlistum þá byrja ég á 10 sætinu og tel niður í 1 sætið.
Ég hef sett link við hverja fyrirsögn þar sem þið getið smellt á ef þið viljið sjá fleiri myndir eða lesa um verkefnin.
 
 Vona að þið hafið gaman af !!

Nr. 10 - Perl (Hér) og (Hér)
Það er hægt að gera allskonar snilld úr perlum. Þessi tvö verkefni deila 10 sætinu, gat ekki gert upp á milli þeirra.Nr. 9 - Kertastjakar úr flöskum (Hér)
Gömlum flöskum gefið nýtt líf með krítarmálingu.Nr. 8 - Seglar á ískápinn (Hér)
Einfalt verkefni sem tekur enga stund að töfra fram. Ég keypti klassísku marglitu seglana sem fást í öllum dótabúðum og spreyjaði þá koparlitaða. Nr. 7 - Blómavasi (Hér)
Blómavasi úr Góða Hirðinum fékk aukið verðgildi og var pimpaður upp með svartri málingu og íslenskum eina-krónum.


Nr. 6 - Stóll (Hér)
Þessum var bjargað úr bílskúrnum hjá "ömmu dúllu" á leiðinni á haugana. Hann fékk svo nýtt líf á Greittsgötunni með málingu og nýju áklæði.Nr. 5 - Krítartafla (Hér)
Heimatilbúin krítartafla, mikið notuð og eiginlega ómissandi á heimilið.


Nr 4 - Sófaborð (Hér)
Gamalt sófaborð úr bílskúrnum hjá "ömmu dúllu" fært í nýjan búning.


Nr. 3 - Gossip girl fiðrildaveggur (Hér)
Fiðrlindaskapalón útbúin, silfurlitaður pappi keyptur í Föndurlist í Holtagörðum og svo hófst klipperí og fjöldaframleiðsla!Nr. 2 - Tré fatahengi (Hér)
Listakonan hún Ólafía frænka mín kom í heimsókn með pensilinn á lofti og töfraði þetta fram. Richard sá svo um að bora snagana á sína staði.
....ég var andlegur stuðningur og hugmyndasmiður á hægri kantinum :P


Nr. 1 - ÍSLAND !!! (Hér)
Það toppar þetta ekkert ! og þessvegna er það að sjálfsögðu númer 1 í þessari niðurtalningu minni. Spegla Ísland. Ólafía frænka gerði útlínurnar, Richard aðstoðaði mig með hamarinn á speglaflísarnar og ég sá svo um að pússla.

This entry was posted on sunnudagur, 18. maí 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Top 10 - D.I.Y. (Do it yourself) ”

  1. snilld með stafina á ísskápinn, ég mun prófa það! :)

    -gauksdottir.com

    SvaraEyða