Mattar neglur

Má ég kynna ykkur fyrir nýja naglalakkinu mínu - honum Mattíhasi ?
Það heitir í raun MNP 4 - Vanilla og er úr möttu línunni frá BarryM en mér finnst Mattíhas mikið betra nafn fyrir það.Ég er að fíla það í botn ! Setti það á mig í síðustu viku og það er ekki enn byrjað að flagna !!
...eina sem ég get sett út á það svona viku síðar er að það er aðeins byrjað að glampa á það en fyrir mér er það muuun skárra en flagnið. Finnst fátt subbulegra en flagnað naglalakk.

Mig er líka búið að dreyma um svart matt lakk í svolítinn tíma, hugsa að ég fari að drífa mig í að panta það.

Tók saman nokkrar myndir af möttu lakki ! Sjáiði hvað þetta er guðdómlegt ?

#nails matt black
matte
 
Matte Pink

grey matte nail polish
 
Matte Nail

Ég keypti mitt í netverslunni www.fotia.is - mæli með að þið kíkið í heimsókn.


 

This entry was posted on þriðjudagur, 27. maí 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Mattar neglur ”