Ég hef löngum verið seinþroska þegar kemur að snyrtivörum. Það eru samt
nokkur ár síðan ég áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið lífinu áfram án þess
að eignast hyljarann frá Make up store! Ég hef gert nokkrar misheppnaðar
tilraunir til að fjárfesta í honum en án árangurs, ástæðurnar eru mismunandi en
það tókst LOKSINS í þessum fjölmörgu ferðum mínum í Kringluna og Smáralind
undanfarið, þessi endalausu frí fara með mig og veskið mitt :S Læt plata mig
ferð eftir ferð í þessar verslunarmiðstöðvar og fer yfirleitt með eitthvað með
mér út.
Ég hef séð endalausar bloggfærslur um þennan dásemdar hyljara og fékk loksins
tækifæri til að prófa sjálf. Niðurstaðan: Ég mun aldrei aftur kaupa mér
eitthvað ódýrt hyljara rusl! Þessi er dásamlegur, ég er eiginlega ekki að trúa
því enn hvað hann er sjúklega góður. ...helsti samanburðurinn minn er samt við ódýrann
hyljara úr Zebra cosmetics á Laugavegi sem ég keypti mér sem millibilsástand
frá því að Body shop hyljarinn kláraðist.


ps. tek það fram að Make up store sponsar ekki þessa færslu á neinn hátt ;) Ég er bara hinn almenni kúnni.
