Hvítur samfestingur

Sænski bloggarinn Kenza henti inn færslu um daginn þar sem hún spásserar um í hvítum samfesting. Fyrir utan að hún er náttúrulega gordjöss í hverju sem er þá er þessi alveg einstaklega fallegur á henni!
... fyrir utan kannski heldur víðar ermar (ef ég ætti að setja eitthvað útá hann). 
Það skemmtilegasta við þennan samfesting er að mig er búið að dreyma um svipaðan sem ég sá á Ebay fyrir nokkru. Hef ekki enn látið verða af því að kaupa hann og það helsta er sennilega að ég veit eiginlega ekki við hvaða tilefni ég ætti að fara í hann :S
...berleggja tækifærin á Íslandi eru ekkert ýkja mörg.
Svo læt ég það reyndar líka stoppa mig að mér finnst ég þurfa að máta til að sjá hvort ég fíli mig í þessari múnderingu.
 
 
 
 
...held að toppur eða hlírabolur innanundir væri samt alveg málið, amk fyrir mig ;)
 
Ég held áfram að hugsa málið.
 
 

This entry was posted on miðvikudagur, 28. maí 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply