Dekurkvöld vol. 2 - Andlitsmaski

Öll verkefnaskil annarinnar búin og síðasti skóldagur eftir vinnu annað kvöld !
Ó jeminn hvað verður gott að komast í sumar"frí".....frá skólanum amk.

Hélt upp á það fyrirfram í kvöld með smá sunnudags-dekri. 


Ég var reyndar í smá valkvíða um hvaða maska ég ætti að gæða mér á .... eftir reynslu mína af Maskasokkunum sem ég bloggaði um HÉR og HÉR varð ég hreinlega að prófa fleiri maksa frá merkinu IROHA. Á endanum varð andlitsmaskinn fyrir valinu í kvöld.

"Gríman" tekin úr pakkningunni - frekar fyndið 
Sambýlingurinn sá um myndatöku og það láku tár við hlóum svo mikið yfir þessu !
Mjög eðlilegt allt saman !!

Mér fannst mikill kostur hvað maskinn/gríman var ótrúlega blaut, ég hafði það á tilfinningunni strax frá því að ég setti hana á að þetta væri að gera gagn. 

Eftir notalegar 15 mín var ekkert annað í stöðunni en að taka grímuna af, skella á sig næturkremi fyrir augu og andlit (sem ég er alltof léleg að setja á mig :S) og hverfa inn í draumaland.

Ég fer geislandi í húðinni inn í nýja vinnuviku....þetta ætti maður sko að gera oftar !


This entry was posted on mánudagur, 12. maí 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply