Það er svo notaleg tilfinning að vera
stoltur af vinum sínum!
Ein vinkona mín var að kýla á draum
sem hún var búin að vera með í maganum um nokkurt skeið = Að stofna
snyrtivöruheildsölu. Það gerði hún ásamt manninum sínum og samhliða reka þau núna nýju
netverslunina
www.fotia.is
Hugmyndin og draumurinn kom fyrst og
fremst þar sem hún Sigríður Elfa mín er ein sú naglalakkasjúkasta í bransanum
og fannst vöruúrvalið á Íslandi ekki upp á marga fiska og vildi leggja sitt af
mörkum til að bæta úr því.
Fotia setur stefnuna hátt og er í
viðræðum við nokkur flott merki sem eru þekkt erlendis, en til að rúlla þessu
öllu af stað fengu þau umboð fyrir breska snyrtivörumerkið Barry M og það er nú til sölu í netversluninni.
Ég kynntist merkinu Barry M þegar ég var í
London fyrir jólin 2011 og kippti þá einu naglalakki frá þeim með í körfuna
mína, þetta er eitt mest notaða lakk sem ég hef átt því bæði liturinn og
áferðin er svo flott.
Það sem kom mér á óvart var hvað BarryM
er með margt annað en naglalökk og ég varð eiginlega alveg veik þegar ég fór að
skoða þetta allt hjá þeim í gær, hefði getað tekið svona 80% af vörunum með mér heim. ...en til að byrja með komu tvö lökk ofaní körfuna mína og ég verð
eiginlega að deila með ykkur.
Annað heitir Rose hip og er úr Gelly
línunni. Gelly línan þekur nöglina alveg fullkomlega og er með flottum glansi. Ég setti
það á mig í morgun og get eiginlega ekki hætt að horfa á hendurnar á mér! Ekta
fyrir sumarið, ljós ljós bleikt og frekar sparílegt að mínu mati. Sé það fyrir mér ennþá flottara við sólbrúna
húð. (uppfært, lakkið er uppselt - aftur væntanlegt í júní)
Hitti heitir Vanilla og er úr Matte línunni. Eins og nafn línunnar gefur til kynna er enginn glans í lakkinu svo áferðin er mött. Ég mun prófa
það um leið og ég tími að taka Rose hip af :$ ...en myndirnar lofa mjög góðu !!
.........
Mér finnst svo frábært hjá þeim að hafa hoppað út í djúpu laugina og látið þennan draum rætast! Ég hef fulla trú á því að þetta litla áhugamál þeirra muni stækka og dafna og verða stórt á markaðnum áður en langt um líður !
Það er svo magnað með drauma að það eina sem stoppar þá við að verða að veruleika ert þú sjálf/sjálfur !! Höfum það á bak við eyrað!
Að lokum langar mig að óska þeim til hamingju með verslunina og ég hvet ykkur til að heimsækja þessa flottu netverslunina
www.fotia.is og skoða úrvalið.
ég finn ekki rose hip á heimasíðunni:
SvaraEyðahttp://www.fotia.is/collections/gelly-nail-paints
er það kannski uppselt ? mögulega.. :)
kv, auður
Já, það seldist upp í dag :(
EyðaEn það kemur aftur í næstu sendingu um miðjan júní