Archive for maí 2014

Kríta-límmiðar

Um daginn fór ég heim til vinkonu og sá ótrúlega skemmtilega hugmynd ....sem hún hafði reyndar sagt mér frá löngu áður, en kom sjúklega vel út þegar búið var að framkvæma hana. 
(Þið getið fylgst með hugmyndunum hennar HÉR - Arndal interiors)

Krítatöflu límmiðar á krukkur !! White kitchen - Adalmina's Secret

Ég hef verið krítatölfusjúk um nokkurt skeið og meðal annars gert krítatöflu, krítamálað flöskur og blómapotta (getið séð þetta allt hérna á síðunni undir DIY). 
Svo ég ætla bara að halda þessu æði mínu áfram og herma þessa snilld eftir ungfrú Arndal og skellti mér á nokkra límmiða rétt í þessu. 

...keypti nokkra auka sem ég hef hugsað mér að gefa ykkur sem nennið að lesa bloggið mitt :P
Skrifa gjafa-færslu um leið og ég fæ þá í hendurnar - svo þið megið fylgjast með.


6 Comments »

Hvítur samfestingur

Sænski bloggarinn Kenza henti inn færslu um daginn þar sem hún spásserar um í hvítum samfesting. Fyrir utan að hún er náttúrulega gordjöss í hverju sem er þá er þessi alveg einstaklega fallegur á henni!
... fyrir utan kannski heldur víðar ermar (ef ég ætti að setja eitthvað útá hann). 
Það skemmtilegasta við þennan samfesting er að mig er búið að dreyma um svipaðan sem ég sá á Ebay fyrir nokkru. Hef ekki enn látið verða af því að kaupa hann og það helsta er sennilega að ég veit eiginlega ekki við hvaða tilefni ég ætti að fara í hann :S
...berleggja tækifærin á Íslandi eru ekkert ýkja mörg.
Svo læt ég það reyndar líka stoppa mig að mér finnst ég þurfa að máta til að sjá hvort ég fíli mig í þessari múnderingu.
 
 
 
 
...held að toppur eða hlírabolur innanundir væri samt alveg málið, amk fyrir mig ;)
 
Ég held áfram að hugsa málið.
 
 

No Comments »

Mattar neglur

Má ég kynna ykkur fyrir nýja naglalakkinu mínu - honum Mattíhasi ?
Það heitir í raun MNP 4 - Vanilla og er úr möttu línunni frá BarryM en mér finnst Mattíhas mikið betra nafn fyrir það.Ég er að fíla það í botn ! Setti það á mig í síðustu viku og það er ekki enn byrjað að flagna !!
...eina sem ég get sett út á það svona viku síðar er að það er aðeins byrjað að glampa á það en fyrir mér er það muuun skárra en flagnið. Finnst fátt subbulegra en flagnað naglalakk.

Mig er líka búið að dreyma um svart matt lakk í svolítinn tíma, hugsa að ég fari að drífa mig í að panta það.

Tók saman nokkrar myndir af möttu lakki ! Sjáiði hvað þetta er guðdómlegt ?

#nails matt black
matte
 
Matte Pink

grey matte nail polish
 
Matte Nail

Ég keypti mitt í netverslunni www.fotia.is - mæli með að þið kíkið í heimsókn.


 

1 Comment »

Fallegt. . .


Ég hefði ekkert á móti því að sofa í þessum marmara !!

White Marble Duvet Set
 
....veit samt ekki hvort ég myndi borga um 40 þúsund krónur fyrir það, en fallegt er þetta !!
(Rúmfötin fást HÉR.)
 
Finnst réttlætanlegra að kaupa þetta koddakrútt á $35 :P (HÉR)
...hann er kominn á óskalistann !
 
White Marble Throw Pillow
 
 
 

No Comments »

Mánudags. . .

you decide. :(:
Við höfum öll val um hvernig dag við viljum eiga með því einu að velja sér viðhorf.
Ég ætla að eiga góðan dag, hvað með þig?
 
-B.

No Comments »

Veggskraut á skrifstofuna !Skemmtilegt á vegginn á skrifstofunni.


Það sem ég kann einna mest við á þessari mynd er uppröðunin og formið á korkinum.
...minnir óneitanlega á speglana frá IKEA (hér).

HÖNEFOSS spegill 18x21 cm10 pack
Ég á einmitt pakka af svona speglum sem ég er búin að vera á leiðinni að hengja upp í rúmt ár :S Mission sumarsins ?

.....
Kannski að ég smelli í svona kork-ævintýri á litlu skrifstofuna mína fyrir næsta skólaár.....
Sé fyrir mér að kaupa kork og skera hann til þangað til hann er í laginu eins og sexhyrningur.
Bara ef ég ætti endalaust pláss á veggjunum, þá væri lífið sko ljúft :P


No Comments »

Orð

Skilaboð dagsins frá mér til mín :
 
Mikilvægt að minna sig á þetta... stundum oft á dag !
Eins og það er tilgangslaust að hafa áhyggjur af því sem maður getur ekki stjórnað þá er magnað hvað maður nennir stundum að eyða tíma og orku í að gera það samt.
 
- B.

No Comments »

Svart/hvítt teip í veisluna

 
Núna eru útskriftir, brúðkaup og allskonar veislur á næsta leiti.
 
Það er auðvelt að töfra fram skreytingar með munstruðu límbandi, tekur enga stund og er mjöööög einfalt !
 
Hérna eru nokkrar hugmyndir:


washi tape cupcake flags
tea lights + washi tape!
Vaaleanpunainen hirsitalo | Sivu 3
Washi Tape
washi tape on party cups
What a cute way to use washi tape  -
Washi tape bunting
Easter crafts and egg decorations made by washi tape from from Ica Maxi, by Frida @trendenser
great use for Washi tape!
Auðvitað er hægt að leyfa litagleðinni að taka völdin og svart hvítt kannski ekkert sérstaklega sumarlegir og gleðilegir litir en mér fannst myndirnar bara svo fallegar :P
 
Ég hef séð límbönd í IKEA og Tiger, en svo hef ég líka aðeins verið að vafra um á Ebay og fann nokkur.
 
Píanó: HÉR
Svart með hvítum doppum: HÉR
Hvítt með svörtum myndum: HÉR
 
Mér finnst best að leita að "Washi Tape" þegar ég er komin inn á Ebay :)
 
GÓÐA SKEMMTUN !!!
 
 

No Comments »

Sumar innblástur. . .

Ég er eiginlega staðráðin í því að núna sé sumarið komið! Þrátt fyrir að fólk hafi verið að skafa af bílunum sínum á mánudagsmorgun og Vordís í veðurfréttunum á Stöð 2 spái rigningu næstu daga. - Ætla að taka bjartsýnina á þetta :D

Skólinn er kominn í sumarfrí hjá mér, alla einkunnir komnar í hús og ég er farin að telja dagana í fyrstu utanlandsferð sumarsins :P ....heppilegt hvað ég er flink að telja því það er alltof langt þangað til!

Mig langar rosalega mikið að hengja úlpuna inn í skáp og hvíla hana þangað til í haust. Magnað hvað maður getur fengið mikið ógeð á úlpum, sama hversu fallegar þær eru þegar maður kaupir þær.

summer nails Teals a big deal #OvarianCancerAwareness

Surf Style
 
Pretty hair
 
Black thin strap swimsuit fashionClimbing Rose Romper - in.love.


Tanaða húð, sumarlegu neglur og þunnu föt - komið þið fljótt :D

- B.

No Comments »