Virk slökun !

Ég er í meistaranámi og í einum kúrsinum sem ég tók fyrir jól var fjallað um hvað virk slökun væri mikilvæg! Virk slökun er frekar skemmtileg að mínu mati og þarf ekki endilega að felast í því að liggja eins og klessa uppi í sófa þótt það sé vissulega notalegt, heldur getur einnig falist í því að gleyma sér í leik (eins og börn gera) eða að skapa eitthvað. ...það er einmitt ástæðan fyrir því að ég gef mér reglulega tíma til þess að smella í DIY, dúlla í heimilinu eða föndra eitthvað :) 

Einn í bekknum mínum benti mér á gagnlegt app sem mig langar til þess að deila með ykkur. Mér þykir það afar gagnlegt þegar ég vel mér að nota hugleiðslu sem virka slökun. Hugleiðsla getur að sjálfsögðu verið margskonar og þarf ekki endilega að stunda hana í indjánastellingu með lokuð augu !! En áður en ég vissi það skráði ég mig á hugleiðslunámskeið og lærði grunninn í einni tegund hugleiðslu. Fyrir þá sem vilja kynna sér svoleiðis snilld getið þið farið inn á www.lotushus.is og skráð ykkur á námskeið frítt - mæli með að byrja á byrjanda námskeiði í Raja yoga .....en það er fullt af spennandi námskeiðum í boði þarna (allt frítt).

Það þarf hins vegar ekkert námskeið til að nota appið því það segir sig alveg sjálft. Appið heitir Headspace og er bæði til fyrir iPhone og android. Það er frítt sem 10 daga prufuútgáfa (sem þú getur auðvitað hlustað á endalaust) en ef þú vilt meiri fjölbreytni þá geturðu mögulega splæst nokkrum 100 köllum á sjálfan þig og keypt þér fleiri daga. 


Gleðilega virka slökun - Hún er tilvalið viðfangsefni í páskafríinu.This entry was posted on föstudagur, 18. apríl 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply