Uppáhalds - Nude varalitur

Mig langar að deila með ykkur einum uppáhalds!

Ég gerði mér ferð í Make up Store fyrir jólin og krækti mér í varalit sem ég fæ bara ekki nóg af !!Hann er nude og passar þess vegna við öll tilefni :)
Mér finnst afskaplega pæjulegt að vera með varalit en ég er oft hrædd um það að ég sé "overdressed" þegar ég set á mig áberandi varalit við látlaus og hversdagsleg tilefni. Þessi er sko alls ekki þannig svo hann er settur á varirnar þótt að klukkan sé 8 á þriðjudagsmorgni áður en skundað er af stað í vinnuna :P

Þegar ég var að spyrjast fyrir um hann í búðinni áður en ég keypti hann benti afgreiðsludaman mér á það að það væri undirtónn í honum sem gerði það að verkum að tennurnar virkuðu ekki gular ! Mikill kostur fyrir varalit að mínu mati.
Fékk mér blautan eyeliner í sömu ferð ! MJÖG góður !

Fyrir áhugasama heitir varaliturinn "baby sheer" !

This entry was posted on mánudagur, 7. apríl 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply