Söstrene Grene

Standa alltaf fyrir sínu !!....já eða "systurnar frá Grenó" eins og ein frænka mín kýs að kalla þessa búð :P

Ég fór í heimsókn til þeirra í dag og fór að sjálfsögðu ekki tómhent út !

Nældi mér í tvo pakka af sætum servéttum - núna þarf ég nebblilega mjög nauðsynlega að fara að halda nokkur kökuboð (...fór svöng í búðina í morgun og keypti fullt af óþarfa shiti) og þá er mjög mikilvægt að eiga fallegar servéttur !

Og svo laumuðust þessir kertastjakar með í körfuna !! ...þeir eru í þann mund að fá nýtt útlit samt sem ég hlakka til að deila með ykkur. Smá valkvíði í gangi um hvaða lit ég á að hafa þá í, en það kemur allt í ljós svo þið getið farið að verða spennt :D

Vona að helgin sé að fara vel með ykkur !
Knús í hús <3

This entry was posted on laugardagur, 5. apríl 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply