Páskaföndur - sem er ekkert páskó

Ég ákvað að henda í smá páskaföndur í fríinu, svona samhliða því sem við erum búin að umturna íbúðinni. Framkvæmdagleðin er alveg að fara með okkur sambýlingana þessa dagana.
Þetta byrjaði allt með saklausri ferð í IKEA að kaupa eina hillu og endaði með því að gera léttar breytingar í stofunni rífa fataskápana út úr svefnherberginu og kaupa nýja. Íbúðin er ss. ÖLL undirlögð af pappa, frauðplasti, ósamsettum skápum, hillum og skúffum .... og FÖTUM !!

En nóg um það og að máli málanna - Páskaföndrinu ! (sem tengist páskum ekki á neinn hátt)

Ég gekk aftur í barndóm og fór að perla. Ég hugsa að ég noti þetta sem glasamottur en notagildið skiptir svo sem ekkert öllu því ég átti svo góða stund þegar ég dúllaði í að búa þetta til: páskaegg, kertaljós, góð tónlist og ísköld kók ! Blanda sem getur ekki klikkað.

Svartur - hvítur - grár
Svartur - hvítur - bleikur
Nokkrir tilbúnir :) 
Svartur - hvítur - glær

Svartur - hvítur - bleikur
Svartur - hvítur - grænn

Ég komst að því að ég er arfaslakur straujari 
Glasamottur ??

Kemur bara ansi skemmtilega út :) 


This entry was posted on sunnudagur, 20. apríl 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Páskaföndur - sem er ekkert páskó ”

  1. Vá þetta er geggjað flott ;) og gaman að hafa ástæðu til þess að byrja að perla aftur

    SvaraEyða
  2. þú ert full af góðum hugmyndum darling..

    Auður

    SvaraEyða