Maskasokkar II - update

Loksins gef ég mér stund til að setjast niður með sjálfri mér til að blogga almennilega og í ró og næði. Við Ronsý erum tvær heima í kotinu og látum fara vel um okkur með kertaljós á kantinum.

Þessi kann að hafa það huggó !!

Mig langar svo að segja ykkur betur frá reynslunni minni af maskasokkunum sem ég bloggaði um HÉR.!! Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að aðra eins snilld hafi ég aldrei prófað áður. Þetta hljómar eins og eitthvað djók úr Sjónvarpsmarkaðnum þegar maður les/heyrir um virkni sokkanna.

 "Þú ert í þeim í 90-120 mínútur og skolar svo fæturna eftir á. 5-10 dögum síðar hefur húðin endurnýjað sig og óaðlaðandi sigg, þurr og hörð húð sem maður vill ekki sýna öðru fólki hefur dottið af og húðfrumurnar endurnýjað sig". 

Viti menn ! Hvert einasta orð af þessu stenst. Ég er svo mikið að fíla mjúku ungbarnafæturnar mínar sem ég fékk eftir að hafa haft hamskipti á fótunum í nokkra daga. Þótt "hamskiptatímabilið" sé ekki beint girnilegt, þá er það svooo þess virði eftirá !


Tásur í Baðstofunni í Laugum

Ég tek það fram að ég var ekki með neitt ógeðslegar tásur fyrir þetta, en ég finn geðveikan mun á mér og á hælunum sérstaklega. Maður gengur náttúrulega á þessu á hverjum degi og auðvitað á maður að dekra aðeins við fæturna sína eins og maður pússar skóna :)

Maðurinn minn var svo grænn af öfund þegar ég prófaði þetta að ég skokkaði af stað út í búð og gaf honum pakka af maskasokkum í sumargjöf. Svo núna er bara að prufa og sjá hvort þetta geri ekki líka kraftaverk á sjúskaðar fótboltatásur !


Mæli hiklaust með að þið prófið þessa snilld !! Ég keypti mína í Hagkaup í Smáralind, en ég hef líka sé vörurnar frá IROHA í apótekum. ...munið bara að velja fjólubláa pakkann :)
Fann ótrúlega væmið og sætt video um sokkana og leyfi því að fylgja með ef þið viljið vita meira og sjá þá í notkun og sýnidæmi um virknina, en svo er ykkur auðvitað líka frjálst að senda mér línu.GLEÐILEGT TÁSU-SUMAR !!

This entry was posted on þriðjudagur, 29. apríl 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Maskasokkar II - update ”

  1. Geturðu sagt mér hvað þessir sokkar kosta? :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Örugglega einhver verðmunur eftir sölustöðum en ég keypti þá á rúmlega 3000 kr í Hagkaup.

      Eyða