Fyrir - eftir - Kertastjakar

Ég keypti tvo sæta kertastjaka í Söstrene Grene um helgina. 


Mig langaði í svarta en það voru fáir eftir og fólk greinilega búið að velja "bestu bitana" svo það voru bara nokkrir frekar rispaðir og sjúskaðir eftir á boðstólnum. Það varð til þess að ég valdi mér spítu-stjakana með það í huga að spreyja þá ...enda ósköp sprey óð þessi missirin.

Ég ákvað að gera þá kopar litaða.... átti erfitt með að velja hvort ég vildi hafa þá kopar eða hvíta. Vona að ég hafi valið rétt :P


Keypti þetta í Litir og föndur á Skólavörðustíg 
Ég spreyja aldrei inni :S Lyktin er svo ferleg !
Ég leyfði þeim að þorna aðeins úti á meðan ég eldaði kvöldmat og tók þá svo inn og skellti kertum í þá til að sjá hvernig þetta kæmi út.
Verð að segja að ég er bara nokkuð sátt með útkomuna.


Núna þarf ég bara að finna góðan stað handa þeim :)


This entry was posted on miðvikudagur, 9. apríl 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply