Dekurkvöld Vol 1 - Maskasokkar

Ég get með engu móti lýst tilfinningunni sem ég fékk eftir að ég skilaði síðustu einstaklingsverkefnum annarinnar ! Samviskubitið yfir því að "eiga" að vera að læra horfið út í veður og vind !! ...og því ber að fagna.

Fyrsti í "fagni" var í gærkvöldi þegar ég prófaði ansi merkilegt fyrirbæri ! Ég er að hugsa um að koma með nýyrði og kalla þetta maskasokka, því þetta eru jú bæði maski og sokkar í einum og sama hlutnum. Ég henti mér í kósýgallann, kveikti á kertum (í nýju kertastjökunum sem ég bloggaði um í gær, hér) og setti fæturna upp í loft í bókstaflegri merkingu !

Maskinn heitir Exfoliating og er frá merkinu IROHA.

Jimundur hvað ég var forvitin og spennt að opna pakkann !! Þetta á að virka þannig að maður fer í sokkana og er í þeim í 90-120 mínútur. (jébb ! það er ekki á hverjum degi sem ég er með lappirnar upp í loft í 90-120 mín) Viku síðar verða fæturnir svo "radiant" eins og stendur á pakkanum og húðin endurnýjar sig. Ég hef heyrt reynslusögur um þetta svo ég bara varð að prófa sjálf. 

Ég er agalega löt við að nota rasp og svona dúll á fæturna eins og maður á víst að gera skv. mömmu, svo ég hugsaði að þetta væri kjörin leið fyrir mig til að fá sandala tásur fyrir sumarið :D 

Spennan magnast !! Dásamleg lavender lykt býður mig velkomna.
Hahaha ....á þessum tímapunkti þurfti ég að lesa smá leiðbeiningar hvað ég ætti að gera næst. 
Það var einfalt - bara klippa í miðjunni og þá vorum við komin með tvo sokka sem var leikandi létt að smeygja sér ofaní :D
Þetta fannst mér fyndið, þægilegt, skrýtið og skemmtilegt allt í einu !

Eftir 120 mínútur skellti ég mér svo úr ilmandi sokkunum og skolaði af mér í sturtu botninum. Mjúk og fín lá leiðin í naglalökkun.


Frekar notalegt að skríða svo upp í rúm með hreinar og fínar tær :)

Svo er bara að bíða og sjá hvernig öll þessi náttúrulegu undraefni vinna á býfunum næstu 7-10 daga. Ég held ykkur upplýstum. 

....

Ég sendi í gríni snapp af fótunum á mér í þessari snilld í gær og er strax búin að fá nokkrar fyrirspurnir um maskann. Þessvegna langar mig að segja ykkur að þið getið gripið eintak í Hagkaup og apótekum ef þið eruð spennt að prófa :)
Ykkur er líka velkomið að senda a mig línu ef ég get á einhvern hátt svalað forvitni ykkar frekar.

This entry was posted on fimmtudagur, 10. apríl 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply