...hundkrúttið mitt er mesta hvatningin fyrir mig að pilla mér út og ekki skemmdi sunnudagssólin fyrir í gær. Við tókum rúmlega klukkutíma göngu með stuttu stoppi í bakaríi og það fyrir hádegi !! (gamla-gamla!!) Ronja litla var í essinu sínu með þennan tæplega 5 km hring.
Ótrúlegt hvað maður er alltaf endurnærður eftir svona göngur, þetta ætti að vera skylda.
