101 RVK

Ég veit fátt notalegra en gönguferðir um fallegu Reykjavík!
...hundkrúttið mitt er mesta hvatningin fyrir mig að pilla mér út og ekki skemmdi sunnudagssólin fyrir í gær. Við tókum rúmlega klukkutíma göngu með stuttu stoppi í bakaríi og það fyrir hádegi !! (gamla-gamla!!) Ronja litla var í essinu sínu með þennan tæplega 5 km hring.
Ótrúlegt hvað maður er alltaf endurnærður eftir svona göngur, þetta ætti að vera skylda.
 
Ég má til með að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég smellti af til gamans :)


 
 
Vona að þið hafið átt notalega helgi - og eigið góða viku framundan !
Þessi 3 daga vinnuvika er kærkomin :D
 

This entry was posted on mánudagur, 14. apríl 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply