Archive for apríl 2014

Maskasokkar II - update

Loksins gef ég mér stund til að setjast niður með sjálfri mér til að blogga almennilega og í ró og næði. Við Ronsý erum tvær heima í kotinu og látum fara vel um okkur með kertaljós á kantinum.

Þessi kann að hafa það huggó !!

Mig langar svo að segja ykkur betur frá reynslunni minni af maskasokkunum sem ég bloggaði um HÉR.!! Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að aðra eins snilld hafi ég aldrei prófað áður. Þetta hljómar eins og eitthvað djók úr Sjónvarpsmarkaðnum þegar maður les/heyrir um virkni sokkanna.

 "Þú ert í þeim í 90-120 mínútur og skolar svo fæturna eftir á. 5-10 dögum síðar hefur húðin endurnýjað sig og óaðlaðandi sigg, þurr og hörð húð sem maður vill ekki sýna öðru fólki hefur dottið af og húðfrumurnar endurnýjað sig". 

Viti menn ! Hvert einasta orð af þessu stenst. Ég er svo mikið að fíla mjúku ungbarnafæturnar mínar sem ég fékk eftir að hafa haft hamskipti á fótunum í nokkra daga. Þótt "hamskiptatímabilið" sé ekki beint girnilegt, þá er það svooo þess virði eftirá !


Tásur í Baðstofunni í Laugum

Ég tek það fram að ég var ekki með neitt ógeðslegar tásur fyrir þetta, en ég finn geðveikan mun á mér og á hælunum sérstaklega. Maður gengur náttúrulega á þessu á hverjum degi og auðvitað á maður að dekra aðeins við fæturna sína eins og maður pússar skóna :)

Maðurinn minn var svo grænn af öfund þegar ég prófaði þetta að ég skokkaði af stað út í búð og gaf honum pakka af maskasokkum í sumargjöf. Svo núna er bara að prufa og sjá hvort þetta geri ekki líka kraftaverk á sjúskaðar fótboltatásur !


Mæli hiklaust með að þið prófið þessa snilld !! Ég keypti mína í Hagkaup í Smáralind, en ég hef líka sé vörurnar frá IROHA í apótekum. ...munið bara að velja fjólubláa pakkann :)
Fann ótrúlega væmið og sætt video um sokkana og leyfi því að fylgja með ef þið viljið vita meira og sjá þá í notkun og sýnidæmi um virknina, en svo er ykkur auðvitað líka frjálst að senda mér línu.GLEÐILEGT TÁSU-SUMAR !!

2 Comments »

Sumar hár

Hár er svo fallegt fyrirbæri !!
 
Hérna er smá sumarinnblástur :)
 
Pretty hair
Like this cut
loose braid
#flowercrown
@Kristin Ess Instagram photos | Webstagram - the best Instagram viewer
Hair
rolled - this is super easy. Take a regular elastic head band, then "roll" hair around it for a fancy fairytale princess look.

Ég var einmitt að koma úr klipp & lit. Yndislegt að fara inn í vorið með nýtt hár :)
 
 
 

No Comments »

Nýtt :)

Síðan mín fór upp um nokkra klassa í byrjun vikunnar .....
Núna ég bíð ykkur öll hjartanlega velkomin á: 

www.ragnhildardottir.com 


ONE STEP AT A TIME

(Gamla slóðin virkar að sjálfsögðu ennþá og færir ykkur inn á nýju slóðina)

- B. 

No Comments »

Tiger - Krukkuglös með loki

Ég fer að skammast mín hvað ég fer oft í Tiger :P ....eeen mig langði samt að sýna ykkur frekar kjút krukkur sem ég rakst á þegar ég rölti í gegn í Smáralind í dag.


Þessar komu reyndar ekki með mér heim, en sætar eru þær !! 

Sé þær fyrir mér sem ekta glös út á pall eða í lautarferðir til að hindra komu flugna og annarra óvelkominna skordýra í drykkinn manns.

Kannski er þetta líka trend sem skemmtistaðir bæjarins gætu íhugað að innleiða hjá sér og minnkað þannig líkurnar á því að hægt sé að lauma lyfjum ofaní glösin hjá gestum staðarins. Hugmynd ?!?

- B. 

No Comments »

Gleðilegan sunnudag

Susan Sabo.  She donates 10% of her Etsy sales to a nonprofit rescue, shelter or animal welfare group.

- B. 

No Comments »

DIY - Snagar

Einföld, ódýr og skemmtileg lausn ef þig vantar snaga til að hengja upp á vegg hjá þér.


Skellir þér út og finnur fallega steina og færð þér svo límband sem hefur lím á báðum hliðum.
Ég hef keypt double-teip í Húsasmiðjunni og það reyndist mér mjög vel. Ég notaði það til að hengja upp speglabrot og þau tolla enn - pikkföst :)

No Comments »

Það er allt hægt !

Charles Dickens
Ég get - ég ætla - ég skal !!
 
Miðvikudagsviskan :)
 
- B.

No Comments »

Páskahuggó

Ég henti upp pínu páskaskrauti í síðustu viku. 
Keypti greinar og blóm í Bónus um leið og ég verslaði í matinn og gul kerti í IKEA. Ótrúlegt hvað svona smotterí getur gert mikið.

Skellti í nokkrar múffur til að prófa smjörkrem með hvítu súkkulaði sem mákona mín lét mig fá uppskrift af! Það er to die for !! ...sem betur fer voru múffurnar fáar því ég át mest allt kremið uppúr skálinni :P
Ég er svo sjúklega skotin í þessum páskadúllum - þær eru fullkomnar !
Kertabakkinn góði - ofnotaður !

Vona að þið hafið átt notalegt páskafrí - fyrir mitt leiti mættu vera páskar 3x á ári. Fríið var svooo kærkomið :)


No Comments »

Páskaföndur - sem er ekkert páskó

Ég ákvað að henda í smá páskaföndur í fríinu, svona samhliða því sem við erum búin að umturna íbúðinni. Framkvæmdagleðin er alveg að fara með okkur sambýlingana þessa dagana.
Þetta byrjaði allt með saklausri ferð í IKEA að kaupa eina hillu og endaði með því að gera léttar breytingar í stofunni rífa fataskápana út úr svefnherberginu og kaupa nýja. Íbúðin er ss. ÖLL undirlögð af pappa, frauðplasti, ósamsettum skápum, hillum og skúffum .... og FÖTUM !!

En nóg um það og að máli málanna - Páskaföndrinu ! (sem tengist páskum ekki á neinn hátt)

Ég gekk aftur í barndóm og fór að perla. Ég hugsa að ég noti þetta sem glasamottur en notagildið skiptir svo sem ekkert öllu því ég átti svo góða stund þegar ég dúllaði í að búa þetta til: páskaegg, kertaljós, góð tónlist og ísköld kók ! Blanda sem getur ekki klikkað.

Svartur - hvítur - grár
Svartur - hvítur - bleikur
Nokkrir tilbúnir :) 
Svartur - hvítur - glær

Svartur - hvítur - bleikur
Svartur - hvítur - grænn

Ég komst að því að ég er arfaslakur straujari 
Glasamottur ??

Kemur bara ansi skemmtilega út :) 


2 Comments »

Gleðilegan sunnudag

EASTER BUNNY ears dog or cat hat fits all sizes on Etsy, $12.00

.....og páskaeggjaát !

- B. 

No Comments »

Borðstofuborð

Mig dreymir svo um að eiga stórt borðstofuborð svo ég geti haldið risa stórt matarboð fyrir vini og fjölskyldu þar sem allir sitja við langborð eins og hjá ítalskri fjölskyldu. ...til þess þarf ég reyndar nýja íbúð.
En á meðan ég á mitt dúllulega 4 manna matarborð þá læt ég mig dreyma :)

.
Tom dixon lamps & eames DAR chairs in black #diningroom
Rough table against the beautiful cushions.
#lighting
miniature stainless steel tiles | featuring the Hicks Pendants

1 Comment »

Virk slökun !

Ég er í meistaranámi og í einum kúrsinum sem ég tók fyrir jól var fjallað um hvað virk slökun væri mikilvæg! Virk slökun er frekar skemmtileg að mínu mati og þarf ekki endilega að felast í því að liggja eins og klessa uppi í sófa þótt það sé vissulega notalegt, heldur getur einnig falist í því að gleyma sér í leik (eins og börn gera) eða að skapa eitthvað. ...það er einmitt ástæðan fyrir því að ég gef mér reglulega tíma til þess að smella í DIY, dúlla í heimilinu eða föndra eitthvað :) 

Einn í bekknum mínum benti mér á gagnlegt app sem mig langar til þess að deila með ykkur. Mér þykir það afar gagnlegt þegar ég vel mér að nota hugleiðslu sem virka slökun. Hugleiðsla getur að sjálfsögðu verið margskonar og þarf ekki endilega að stunda hana í indjánastellingu með lokuð augu !! En áður en ég vissi það skráði ég mig á hugleiðslunámskeið og lærði grunninn í einni tegund hugleiðslu. Fyrir þá sem vilja kynna sér svoleiðis snilld getið þið farið inn á www.lotushus.is og skráð ykkur á námskeið frítt - mæli með að byrja á byrjanda námskeiði í Raja yoga .....en það er fullt af spennandi námskeiðum í boði þarna (allt frítt).

Það þarf hins vegar ekkert námskeið til að nota appið því það segir sig alveg sjálft. Appið heitir Headspace og er bæði til fyrir iPhone og android. Það er frítt sem 10 daga prufuútgáfa (sem þú getur auðvitað hlustað á endalaust) en ef þú vilt meiri fjölbreytni þá geturðu mögulega splæst nokkrum 100 köllum á sjálfan þig og keypt þér fleiri daga. 


Gleðilega virka slökun - Hún er tilvalið viðfangsefni í páskafríinu.No Comments »