Winter wonderland

Ég lenti í svaka ævintýri í gær!

Átti að mæta í skólann eftir vinnu og þar sem ég var búin að lána bílinn minn fékk ég að sitja í með samstarfskonu minni upp að Perlunni. Ætlaði svo bara að valhoppa í gegnum Öskjuhlíðina yfir í HR.
...þetta var nú aðeins meira mál en ég hélt. Það kyngdi niður snjó og ég var orðin ansi desperadó á tímabili þegar ég fékk smá á tilfinninguna að ég væri týnd :S ...elti alltaf fótspor í snjónum sem skilaði mér á endanum út á göngustíg svo ég var hólpin.

Ég gaf mér tíma til að taka nokkrar fallegar myndir !!
....áður en ég fór að hlaupa. 

Draumur minn um vor og útihlaup verður settur á frest í bili...
This entry was posted on föstudagur, 7. mars 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply