Þar sem ég hef ekki gefið mér tíma í DIY verkefni mars mánaðar ennþá þá fékk ég að birta skemmtilegt verkefni sem ein vinkonu dúlla gerði. Hún býr á stúdentagörðunum og fyrir þá sem vita það ekki þá má ekki negla í veggina þar. Hún lét það ekki stoppa sig í að gera huggó heima hjá sér.
Ég hefði eiginlega ekki trúað því hvað þetta gæti komið vel út ef hún hefði sagt við mig "ég ætla að teipa landakort upp á vegg" !!
Fyrir áhugasama þá fékk hún kortið í Myconseptstore og teipið er úr Tiger.
Það er hægt að gera margt skemmtilegt með fallegu límbandi ef hugmyndaflugið fær að taka völdin.
Ég tók saman nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vantar innblástur í límbands-verkefni.
Myndarammar - Fullkomið ef þú býrt á stúdentagörðum eða einhverstaðar sem má ekki negla í veggi.
Demantar - Ég myndi að vísu láta hann snúa hinssegin..
Dagatal - brilljant og ódýr leið til að halda utan um skipulagið.
Tölustafa límmiðana má svo fá í bókabúðum td.
Tré ?
....veit ekki alveg með það
Hreindýradúllur
Hillur rammaðar inn á skemmtilegan hátt
Reikna með að rýmið þurfi að vera frekar stórt svo þessir fengju að njóta sýn.
...en hvað veit ég :P
Dúllu hús !
Hvítt svefnherbergi poppað upp
Rúmgafl
Snilldarlausn fyrir barnaherbergið .....eða ef þú átt almennt skuggalega mikið af plássi
Þessu er ég mjög hrifin af.
...hver veit nema ég rífi upp teipið :P
Það eru auðvitað til skrilljón-milljón fleiri útfærslur af teip-DIY, en mig langaði að sýna ykkur smá :)
Ég veit að IKEA var að selja allskonar litskrúðug teip fyrir jólin. Annars held ég að það sé auðvelt að fá svona í bókabúðum og auðvitað í Tiger.
Gangi ykkur vel !