Sunnudags huggulegheit - K-bar.

Núna fer rútínan mín alveg að komast í réttan farveg. Fékk betri helminginn minn heim frá útlöndum á laugardaginn svo ég er hætt að vera einstæð hundamóðir með alltof mikið af plönum :P ...og get farið að blogga af viti.

Á sunnudaginn ákváðum við að gera okkur glaðan dag eftir að ég hafði setið og lesið undir lokapróf allan daginn, áttum miða í leikhús svo það lág beint við að fara út að borða fyrir sýningu.
Staðurinn sem varð fyrir valinu var K-bar á Laugavegi.

Rosa skemmtilegur og notalegur staður með Kóreskum mat. ....matseðillinn var LANGT út fyrir þægindaramman hjá matvöndu mér :S og ekkert "save" á matseðlinum. Ég fór í kjarkæfingu og við pöntuðum okkur tvo rétti saman til að deila. Útkoman kom á óvart og ég mæli með að þið tékkið á þessum stað !! Sjúklega notalegur.
...og fyrir bjórunnendur þá er endalaust úrval af framandi bjórum.
 

Rólegheit kl 18 á sunnudegi... kunni heldur ekki við að taka mynd af fólkinu sem sat á staðnum :P
Hnífapör í glasi.. það er víst eitthvað voða kúl
 
 
Ömmuleirtau - Frekar kjút !
 
Næst lág leiðin svo í Borgarleikhúsið þar sem við sáum Óskasteina eftir Ragnar Bragason. Hólí mólí hvað ég elska þennan höfund. Sá Gullregn eftir hann á síðasta leikári og grenjaði af hlátri, Óskasteinar gáfu ekkert eftir ! Svo ef þig vantar eitthvað menningarlegt til að gera þá mæli ég með þessu :D
 
 
Vona að þið hafið átt góða helgi og að vinnuvikan fari vel af stað !
 
 

This entry was posted on mánudagur, 10. mars 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Sunnudags huggulegheit - K-bar. ”

 1. ok sorry.. enn annað! alltaf að sjá eh meira sem við erum svo eins með! ég er svo eins og lítil börn þegar kemur að mat, er svo matvönd.. bara samloka með skinku og osti dugir mér.. hahah.. ný byrjuð að borða sushi og finnst það algjör afrek út af fyrir sig!
  .. nei bara skál fyrir þvi;)

  ... Sama hér - við sáum Gullregn.. dóum úr hlátri - urðum að sjá óskasteina.. Snilldar leikrit.. væri til í að sjá það aftur, svei mér þá:)

  kv, - jór biggest fan
  ausa :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hahahah þú ert svo mikill snilli !
   Ég er ekki enn komin í sushi-ið en er búin að gera eina tilraun að smakka (kjúkklinga sushi) :P
   Samloka með skinku og osti er klassískur hádegismatur hjá mér því ég borða eiginlega ekkert sem er á boðstólnum í mötuneytinu í vinnunni :/
   Bölvaður ókostur að vera svona 5 ára þegar kemur að mat. En jimundur hvað ég er glöð að heyra að ég er ekki ein í þessum pakka.

   Eyða