New in

Ég er svo sjúk í síðar gollur þessa dagana !!
Keypti mér eina geðveika og rándýra í Gallerí 17 um daginn, sé framá að ég noti hana mjög mikið svo ég get fljótlega réttlætt þau kaup mín :P

Ég bætti svo einni laufléttri í safnið í lok febrúar hjá Ebay vini mínum. Bíð spennt við bréfalúguna eftir því að hún lendi á klakanum !
Gripurinn kostaði tæpar 2000 kr svo mér fannst ég hafa verið að vinna í lottó þegar ég fann hana ! (hvenær kaupir maður sé peysu á innan við 2000 kr. á Íslandi annarstaðar en notaða í kolaportinu mögulega?)
Kemur í svörtu, gráu og röndóttu (black&white) en þessi gráa varð fyrir valinu hjá mér :D

Sjáið þið hvað hún er guðdómleg ??

Long cardigan
Svo yndislegt að grafa svona gersemar upp á Ebay. Maður þarf varla að hugsa sig um tvisvar áður en maður ýtir á buy :P

Uppfært: HÉRNA er peysan á rúmar 1500 ISK á Ebay
 


This entry was posted on miðvikudagur, 5. mars 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply