Marmari - Hitaplatti & heimilisskraut

Ég er skotin í marmara eins og restin af heiminum.

Við litum inn í Fríðu Frænku um daginn og þá rakst ég á sjúka marmaraplötu sem ég varð ástfangin af samstundis ! Ég sá hana fyrir mér á svarta eldhúsborðinu okkar sem hitaplatti og skraut. .....marmaraplatan var ekki til sölu því hún var partur af borði sem Fríða "var að nota" :(
Hvar hún geymdi fæturnar af "borðinu" veit ég ekki en ég fór grátandi út úr búðinni. Uhhhhuuuu :´( Hélt svo mikið að ég hefði dottið í lukkupottinn og fundið fjársjóð.

...

Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa plötu og var alveg staðráðin í því að láta þennan draum minn um marmarahitaplatta rætast!
Það gerði ég með því að setja mig í samband við snillingana í S.Helgason/Sólsteinum (HÉR eru þeir á facebook) sem redduðu málinu samstundis. Þið trúið mér örugglega ekki þegar ég segi ykkur að ég borgaði litlar 1500 krónur fyrir flísina !! ..hún er auðvitað bara hrá, en við skelltum bara litlum gúmmí/gel töppum undir hana á öll horn svo hún rispi ekki borðið.

Fullkomin að mínu mati !! (bið ykkur að afsaka gæðin á myndunum)ps. ég keypti tvö stykki, hlakka geðveikt til að sýna ykkur hvað ég gerði við hina flísina :p 

Hérna eru svo fleiri marmaramyndir !
..Fyrir þá sem vilja fá innblástur af hvað væri hægt að nota svona marmaraflísar í.

..
This entry was posted on þriðjudagur, 18. mars 2014 and is filed under , , , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply