Þá er komið að því að ég sýni ykkur lítið og sætt borð sem við erum búin að vera að dúlla okkur að gera upp og er loksins orðið eins og við viljum hafa það. Við fengum það síðasta sumar, á sama tíma og stólinn góða sem ég sýndi ykkur
HÉR.
Hérna er þetta fallega borð - Sem við fengum að hirða úr bílskúrnum frá ömmu-dúllu
Richard límdi yfir leðrið á miðjunni á meðan hann pússaði það upp - til að rispa ekki miðjuna
.....
Það er langt síðan við spreyjuðum það hvítt !!
Eftir það tóku við margar og djúpar vangaveltur um hvað við vildum gera við leðurbútinn sem var enn óhreyfður á miðju borðinu. Richards hugmynd var að setja speiglaflís ofaní borðið í staðin fyrir leðrið en við vorum ekki búin að koma því í verk þegar okkur datt annað snjallræði í hug :D
Ég kom heim með tvær marmaraflísar um daginn, Richard prófaði í "gríni" að skella annari flísinni ofaná borðið og það kom svona líka vel út !! Svo hún var bara teipuð niður með sterku "double-teipi".
Okkur lá svo á að smella marmaranum á að við gleymdum að taka mynd af borðinu þegar það var hvítt með leðri :S Bið ykkur að afsaka það ! En hérna er útkoman :
Við erum í skýjunum með þetta !!!
Flísina fengum við hjá Sólsteinum/S.Helgason, á sama stað og flísina sem ég skrifaði um
HÉRNA
....
Ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum sem ég fer að hrynda í framkvæmd og deila með ykkur - svo verið dugleg að kíkja í heimsókn á bloggið :D
Þetta kemur rosalega vel út. kv Ellen
SvaraEyðaWow hvað þetta er fáránlega flott og vel heppnað! Ég er einmitt að leita að hinu fullkomna sófaborði og þetta er innblásturinn sem mig vantaði!
SvaraEyðaTakk fyrir æðislegt blogg
kv.Valdís Ragna