Dýr fá nýtt líf !

Í kjölfarið á blogginu mínu um nýtt líf blómavasa sem fengu extreme makeover með spreyi (HÉR) langar mig að taka annan vinkil á þessa hugmynd.

Þetta virðist hafa kveikt í mörgum því ég fékk bæði snöpp af spreybrúsum á lofti og sá myndir á instagram og facebook af "fyrir-eftir" verkefnum þar sem vasar fengu nýtt útlit.  ...Sem ég þarf varla að taka fram að mér fannst bæði gaman og vænt um að sjá ;)
Alltaf gaman að sjá og heyra að fólk les það sem ég er að skrifa hingað inn :)

Núna langar mig að sýna ykkur skemmtilega hugmynd að spreyja gömul dýr/leikföng.

Ljótt uglugrey - verður mun fallegra stofudjásn þegar grimmilega lúkkið og rauðu augun eru horfinRisaeðlur teknar úr gömlum dótakassa og naglalakkaðar (auðvitað líka hægt að spreyja) og svo fá þær nýtt hlutverk sem skartgripatré. Frekar sniðugt og skemmtilegt notagildi.Hérna fá risaeðlurnar og fleiri dýr nýtt heimili ofaná krukkulokum. Límdar vel á og svo er allt spreyjað. Get vel ímyndað mér að það sé skemmtilegt að geyma dót í svona krukkum. 

Snilldar hirsla í barnaherbergið - já eða bara sem gjafaaskja :)


Hérna er síðan lagður metnaður í barnaafmælið. Borað í bakið á gömlu leikföngunum og kertahaldara stungið ofaní. Svo er allt spreyjað.
Kemur örugglega sjúklega vel út á afmæliskökunni/afmælisborðinu.

Í stað kertastands er líka hægt að setja klemmu og nota dýrið sem memo-statíf. Auðvelt að beygla vír og nota sem festingu fyrir mynd eða memo


Svipað konsept og hérna að ofan, nema í þetta sinn er borað í dýrin að neðan verðu og partý-pinna stungið í gatið.

Þessi hugmynd er svo mín uppáhalds !!! - Aumingja hesturinn sagaður í tvennt, spreyjaður hvítur og límdur aftaná spýtur. Fullkomin bókastoð !!
Þetta þarf ég að framkvæma (þegar ég finn hestinn) einn góðan veðurdag, það er á hreinu !

Önnur týpa af bókastoð - ekkert síðri en hin !

Dýraklessa - sem myndar 5 arma kertastjaka. Frekar "artí"


Veit ekki alveg með þetta - ég væri ekkert sértaklega spennt í að hafa dýrarassa hangandi á ísskápnum hjá mér. ....en fyrir þá sem væru það þá væri hægt að saga dýrin í tvennt og líma segla á endana. Örugglega til margt vitlausara en þetta :P

Það væri líka hægt að skella saman tveim pörtum af dýri, með segul á og nota fyrir myndaramma/statíf

Svo er auðvitað hægt að fara einu skrefi lengra í þessu og þekja dýrin í lími og glimmeri. Ég myndi samt spreyja þau fyrst svo þau séu einlit undir glimmerinu því það mun örugglega ekki þekja það alveg 100%

Tannbursta standur - Nei, ok ! Hvar endar þetta ?? - Ég er hætt :P 


Kökuskraut - skartgripatré, partýpinnar, krukkulok, bókastoð....eða tannburstastandur !!? Möguleikarnir eru endalausir ! Núna er bara að láta hugann reika og sköpunargleðina blómstra :P
This entry was posted on fimmtudagur, 13. mars 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply